Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 15. 2023 | 12:30

Adam Scott í ráðgjafanefnd PGA

Adam Scott, 42 ára, hefir hlotið skipun í nefnd innan PGA Tour, hvers hlutver er að móta framtíð PGA Tour með sérstakri áherslu á útistöður við LIV Golf.

Scott hefir alltaf þótt skynsamur þegar kemur að afstöðu til LIV, og alltaf hagað sér sem óaðfinnanlegur fagmaður.

Meðspilarar hans á PGA mótaröðinni hafa nú valið hann sem einn af 16 nefndarmönnum í leikmannaráð fyrir árið 2023.

Meðal þeirra sem sæti eiga í ráðgjafanefndinni eru Rory McIlroy og Tiger Woods.

Ég hef meiri áhuga á því hvað mótaröðin ætlar að gera í framtíðinni heldur en hver strategían gæti verið í málsókn við LIV,“  sagði Scott um núninga LIV Golf og PGA mótaraðarinnar. „Mér gæti ekki verið meira sama um það satt að segja; Ég hef meiri áhuga á því hvernig framtíð Tour lítur út. Ég sannfærði sjálfan mig um að það væri þess virði að taka þátt í störfum nefndarinnar  til að sjá hvað væri í gangi.“

Með 14 sigra á PGA mótaröðinni, Masters og rétt yfir 60 milljónir dala í verðlaunafé í síðustu viku í Kapalua, er arfleifð Scotts fastmótuð og samkvæmt útvötnuðu Hall of Fame viðmiðunum mun hann líklega ná sæti meðal Nicklaus, Palmer, Player og margra annarra stórkylfinga.

En Scott, sem er endurnærður og einbeittari árið 2023 en undanfarin ár, er einnig staðráðinn í að koma mótaröðinni í gegnum baráttu sína við LIV Golf.

Scott sá hvernig McIlroy tók að sér leiðtogahlutverk leikmanna og fannst að aðrir athyglisverðir leikmenn, sem Scott telur sig vera, gætu aðstoðað McIlroy við að færa hlutina í rétta átt.

Scott er ekki leikbrúða. Honum er mikið niðri fyrir og þó hann sé sammála McIlroy í mörgu þá fylgir hann honum ekki í blindni.

Mér er sama. að hræra í pottinum, ef það þarf að hræra í því í samræðum í svona herbergjum,“ sagði Scott. „Bara til að fá alla að hugsa aðeins meira. Stundum finnst mér eins og við verðum frekar viðbrögð við hlutunum þessa dagana og það er gaman að hugsa aðeins fram í tíman. Ef við breytum þessu, hvað gerist? Og hversu fljótt munum við þá breyta því aftur.“

Scott er einn af fáum leikmönnum sem sagði nei við að vera ráðinn  af LIV Golf, en ákvað á endanum að vera ekki bara áfram á PGA mótaröðinni heldur hoppa aftur inn með báða fætur. I

Innsýn hans og afstaða gæti verið ómetanleg.