Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2018 | 07:00

PGA: Johnson og Spieth á toppi Travelers e. 1. dag

Það eru bandarísku kylfingarnir Zach Johnson  og Jordan Spieth, sem deila forystunni á Travelers Championship, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Spilað er í Cromwell, Conneticut. Báðir léku þeir Zach og Jordan Spieth fyrsta hring á 7 undir pari, 63 höggum. Þrír kylfingar deila 3. sætinu, einu höggi á eftir þeir Rory McIlroy, Peter Malnati og Brian Harman, sem allir léku á 6 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Travelers SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Travelers SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2018 | 22:48

LET Access: Guðrún Brá T-11 e. 2. hring í Sviss!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK er búin að spila frábært golf á Lavaux Ladies Championship 2018, sem er mót á LET Access mótaröðinnni. Guðrún Brá hefir samtals spilað á 2 undir pari, 142 höggum (75 67). Seinni hringur Guðrúnar Brá var sérleg flottur, en þar skilaði Guðrún Brá skollalausu skorkorti með 5 fuglum. Guðrún Brá er T-11 fyrir lokahringinn. Efst þegar einum hring er ólokið eru heimakonan Marie Fourquier frá Frakklandi og hin þýska Fanny Cnops, en báðar hafa spilað á samtals 7 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Lavaux Ladies Championship 2018 SMELLIÐ HÉR:  Berglind Björnsdóttir, GR tók einnig þátt í mótinu, en náði ekki niðurskurði.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2018 | 18:30

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst varð 16. á Gamle Fredrikstad mótinu!

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt á Gamle Fredrikstad Open í Danmörku en mótið er hluti af Nordic Golf League atvinnumótaröðinni. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lauk keppni í 16. sæti á -2 samtals en hann lék hringina þrjá á (74-72-68). Besta skor mótsins var -11 samtals. Haraldur Franklín Magnús úr GR og Ólafur Björn Loftsson úr GKG léku einnig í þessu móti – en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum 2. keppnisdegi. Pontus Stjärnfeldt frá Svíþjóð stóð uppi sem sigurvegari á samtals 11 undir pari, en hann varð jafn Martin Erikson landa sínum og sigraði hann á 1. holu bráðabana. Til þess að sjá lokastöðuna í SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: Birgir +2 e. 1. dag á BMW Int. !

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, hóf í dag keppni á BMW International Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð karla. Mótið fer fram á Golf Club Gut Lärchenhof, sem er einn af bestu golfvöllum Þýskalands og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Birgir Leifur lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og er jafn 20 öðrum í 55. sæti þ.á.m. Tommy Fleetwood frá Englandi, sem varð í 2. sæti á Opna bandaríska um sl. helgi, en margir stjörnukylfingar taka þátt í mótinu. Eigi Birgir Leifur sambærilegan hring á morgun og í dag eru miklar líkur á að hann komist í gegnum niðurskurð!!! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2018 | 16:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel á 75 1. dag í Skotlandi

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, hóf leik í dag á SSE Scottish Hydro Challenge hosted by Macdonald Hotels & Resorts. Mótið stendur dagana 21.-24. júní 2018 í Macdonald Spey Valley GC, í Aviemore, á Skotlandi. Axel lék 1. hringinn á 4 yfir pari, 75 höggum og er sem stendur T-96 en þó nokkrir eiga eftir að ljúka keppni. Þegar þetta er ritað er heimamaðurinn David Law frá Skotlandi efstur á samtals 5 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín María Þorsteinsdóttir – 21. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Kristín María Þorsteinsdóttir, GM. Kristín María er fædd 21. júní 1998 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Kristín María Þorsteinsdóttir – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hrund Þórarinsdóttir, 21. júní 1967 (51 árs); Matt Kuchar 21. júní 1978 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, 21. júní 1970 (48 ára);  William McGirt 21. júní 1979 (39 ára); Ferðamálasamtök Vestfjarða 21. júní 1983 (35 ára); Bluessamband Vestfjarða, 21. júní 1984 (34 ára); Bae Sang-moon, 21. júní 1986 (32 ára); Stacey Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2018 | 11:00

GA: DEMODAGUR í dag!

Í dag fimmtudaginn 21. júní 2018 og á morgun föstudaginn 22. júní verður hægt að koma í Klappir og prófa það nýjasta í kylfum frá framleiðendunum PING og Titleist. Á staðnum verður sérfræðingur frá ÍsAm sem getur gefið góð ráð við val á útbúnaði. Hægt verður að prófa karla- og kvennakylfur frá PING, m.a. heitustu trékylfurnar í dag G400 og nýju G700 járnin. Vault 2.0 og Sigma G pútterlínurnar frá PING verða til sýnis ásamt Glide 2.0 fleygjárnunum. Í Titleist verður í boði að prófa 718 línuna af járnum, 917 trékylfurnar og nýju SM7 fleygjárnin. Einnig verða á staðnum nýja Scotty Cameron Select pútterlínan. Demodagurinn verður í gangi á þessum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2018 | 09:30

LET: Frábær árangur hjá Valdísi Þóru e. 1. dag í Thailandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í móti vikunnar á LET, sem er Ladies European Thailand Championship. Mótið fer fram á Phoenix Gold Golf & CC og stendur dagana 21.-24. júní 2018 og eru þátttakendur 126. Valdís Þóra lék 1. hring á 1 undir pari, 71 höggi og er sem stendur T-12, þ.e. deilir sem stendur 12. sætinu með 6 öðrum kylfingum, en 2 þeirra eiga eftir að ljúka leik, þannig að staðan á eftir að breytast en þó ekki það mikið að ljóst er að Valdís Þóra er meðal efstu 15 eftir 1. dag sem er frábær árangur hjá henni!!! Efst eftir 1. dag eru heimakonan Aunchisa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2018 | 09:10

LPGA: Ólafía Þórunn hefur leik kl. 14:31 á Walmart mótinu á morgun

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur þátt í Walmart NW Arkansas Championship represented by P&G. Mótið fer fram í Rogers, Arkansas og stendur dagana 22.-24. júní 2018. Ólafía Þórunn fer út kl. 9:31 að staðartíma í Arkansas, sem er kl. 14:31 hér heima á Íslandi, en 5 tíma tímamismunur er. Ólafía Þórunn er í ráshóp með þeim Anne-Catherine Tanguay – Sjá eldri kynningu Golf 1 á Tanguay með því að SMELLA HÉR: og einnig Jane Park, sjá eldri kynningu Golf 1 á Park með því að SMELLA HÉR:  Þetta er 14. LPGA mót Ólafíu Þórunnar á þessu keppnistímabili og 15. atvinnumótið sem hún spilar í, í ár, en Ólafía er líka með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2018 | 06:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur hefur leik í dag á BMW International

Atvinnukylfingurinn Birg­ir Leif­ur Hafþórs­son er á meðal keppenda á BMW International Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð karla. Mótið fer fram á Golf Club Gut Lerchenhof, sem er einn af bestu golfvöllum Þýskalands og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Birgir Leifur á rástíma kl. 14:20 að staðartíma í Pullheim-Stommeln í Þýskalandi, sem er kl. 12:20 hér heima. Með Birgi Leif í ráshóp eru franski kylfingurinn Grégory Bourdy, sem lék um daginn í 500. móti sínu á Evróputúrnum og Jeunghun Wang frá S-Kóreu. Margar aðrar þekktar golfstjörnur taka þátt í mótinu t.d. Tommy Fleetwood, sem varð í 2. sæti á Opna bandaríska sl. Lesa meira