Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2018 | 06:00

Evróputúrinn: Birgir Leifur hefur leik í dag á BMW International

Atvinnukylfingurinn Birg­ir Leif­ur Hafþórs­son er á meðal keppenda á BMW International Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð karla.

Mótið fer fram á Golf Club Gut Lerchenhof, sem er einn af bestu golfvöllum Þýskalands og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Birgir Leifur á rástíma kl. 14:20 að staðartíma í Pullheim-Stommeln í Þýskalandi, sem er kl. 12:20 hér heima.

Með Birgi Leif í ráshóp eru franski kylfingurinn Grégory Bourdy, sem lék um daginn í 500. móti sínu á Evróputúrnum og Jeunghun Wang frá S-Kóreu.

Margar aðrar þekktar golfstjörnur taka þátt í mótinu t.d. Tommy Fleetwood, sem varð í 2. sæti á Opna bandaríska sl. helgi, Masters risamótssigurvegarinn 2017 Sergio Garcia, tvöfaldi risamótssigurvegarinn Martin Kaymer ofl.

Fylgjast má með gengi Birgis Leifs og stöðunni á BMW Int. með því að SMELLA HÉR: