Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2018 | 18:00

LET Access: Guðrún Brá á 75 og Berglind á 76 e. 1. dag í Sviss

Berglind Björnsdóttir GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, taka þátt í Lavaux Ladies Championship 2018, sem fram fer í Sviss og er hluti af LET Access mótaröðinni. Guðrún Brá lék 1. hring á 3 yfir pari, 75 höggum, en Berglind á 4 yfir pari, 76 höggum. Báðar verða að gefa aðeins í ætli þær sér í gegnum niðurskurð, en eins og er er niðurskurðarlínan 2 yfir pari eða betra, þ.e. þær sem eru á því skori fá að spila lokahringinn. Efst eftir 1. dag er Emie Peronnin frá Frakklandi en hún kom í hús í dag á 5 undir pari, glæsilegum 67 höggum!!! Til þess að sjá stöðuna á Lavaux Ladies Championship 2018 SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Björgvin Sigmundsson – 20. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Björgvin Sigmundsson. Björgvin fæddist 20. júní 1985 og á því 33 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS) og hefir unnið mörg opin mót. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Björgvin Sigmundsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Glenna Collett Vare, 20. júní 1903; Robert Trent Jones, 20. júní 1906; Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 20. júní 1960 (58 ára); Berglind Þórhallsdóttir, 20. júní 1960 (58 ára); Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, 20. júní 1969 (49 ára); Hafþór Bardi Birgisson, 20. júní 1973 (45 ára); Crystal Fanning 20. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2018 | 11:00

PGA: Kossinn

Jena Sims kyssti kærasta sinn Brooks Koepka eftir að hann náði að verja titil sinn á 2. risamóti ársins, Opna bandaríska sl. sunnudag 17. júní 2018. Það er s.s. ekki í frásögur færandi, allt eins og það á að vera, nema …. … á síðasta ári þegar Koepka sigraði Opna bandaríska þá kyssti hann Jenu og fréttaritari FOX, Joe Buck, fór rangt með nafn hennar og það sem verra var sagði að sú sem Koepka kyssti væri Becky Edwards, bandarískur kvenknattspyrnumaður, sem Koepka hafði verið að deita og þau höfðu nýslitið sambandinu. Koepka var hins vegar að kyssa Jenu Sims módel og leikkonu með meiru. Buck fór í loftið og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2018 | 08:45

Úrslit í púttmóti Harðar Barðdal 2018

Minningarmót Harðar Barðdal fór fram á mánudaginn 18. júní sl. í Hraunkoti, Hafnarfirði. Þetta púttmót hefur öðlast fastan sess en það er GSFÍ sem stendur að undirbúningi og framkvæmd mótsins. Verðlaun voru veitt í flokki fatlaðra og ófatlaðra og einnig afhentur framfarabikar GSFÍ. Verðlaunapeningar voru gefnir af Pétri H Hansen í Marko Merki sem einnig hannaði merki GSFÍ. Á meðfylgjandi mynd má sjá verðlaunahafa í báðum flokkum ásamt Ólafi Ragnarssyni og Frans Sigurðssyni frá GSFÍ: Elín Fanney Ólafsdóttir varð púttmeistari í flokki fatlaðra  á minningarmóti Harðar Barðdal 2018. Í ōðru sæti var Einar Jónsson og Ásmundur Asmundsson í þriðja sæti. Sigurður Guðmundsson hlaut framfarabikar GSFÍ 2018 en hann hefur lækkað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2018 | 08:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst bestur ísl. keppandanna í Noregi e. 1. dag

Þrír íslenskir kylfingar GR-ingarnir, Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús,  og Ólafur Björn Loftsson, GKG taka þátt í  Gamle Fredrikstad Open mótinu, í Noregi. Mótið fer fram í Gamle Fredrikstad Golfklubb, dagana 19.-21. júní og er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Eftir 1. dag er Guðmundur Ágúst búinn að standa sig best íslensku keppendanna en hann lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum. Haraldur Franklín og Ólafur Björn léku báðir á 8 yfir pari, 80 höggum og eru í stórhættu að komast ekki gegnum niðurskurð. Fylgjast má með íslensku keppendunum 3 með því að SMELLA HÉR, en 2. hringurinn er hafinn.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2018 | 17:00

Íslensku kylfingarnir eru úr leik á Opna breska áhugamannamótinu

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt á Opna breska áhugamannamótinu (British Amateur) sem fram fór á Royal Aberdeen Golf Club í Skotlandi: Gísli Sveinbergsson úr Keili, Bjarki Pétursson úr GB og Aron Snær Júlíusson úr GKG. Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ var með þeim í þessari keppnisferð. Íslensku kylfingarnir náðu ekki að vera í hópi þeirra 64 sem komust gegnum niðurskurðinn og eru því úr leik. Gísli Sveinbergsson lék á 75 og 74 höggum. Hann endaði á +8 samtals og var þremur höggum frá því að komast áfram. Bjarki Pétursson lék á 78 og 73 höggum. Hann endaði á +8 höggum líkt og Gísli og þeir deildu 101. sætinu. Aron Snær lék á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ai Miyazato ——– 19. júní 2018

Það er japanski kylfingurinn Ai Miyazato (jap.: 宮里 藍) sem er afmæliskylfingur dagsins. Ai fæddist á kvenfrelsisdaginn í Higashi, Okinawa í Japan, 19. júní 1985 og á því 33 ára afmæli í dag. Hún gerðist atvinnukylfingur 2004 og tilkynnti á síðasta ári að hún væri hætti í keppnisgolfi. Á ferli sínum  sigraði Ai í 25 mótum sem atvinnumaður þar af í 9 á LPGA. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sjofn Bjornsdottir (61 árs); Daniel Silva, 19. júní 1966 (52 ára); Haukur Ingi Jónsson (51 árs); Bílnet Gunnar Ásgeirsson (48 ára); Matthías P. Einarsson (44 ára); Sturlaugur H Böðvarsson (37 ára); Seema Saadekar 19. júní 1985 (33 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2018 | 18:00

GV: Andri Steinn og Bjarki sigruðu í Böddabitamótinu

Böddabitamótið fór fram í gær, 17. júní 2018, en mótið var haldið til styrktar eldri sveitum GV. Keppnisfyrirkomulag var hefðbundið; verðlaun veitt fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og fyrir besta skor. Andri Steinn Sigurjónsson GV sigraði í punktakeppninni, en hann lék á 38 punktum. Í 2. sæti varð Jóhann Brimir Benónýsson, GV á 37 punktum og Viðar Hjálmarsson, GV varð síðan í 3. sæti í punktakeppninni á 36 punktum. Á besta skori í Böddabitamótinu varð Bjarki Ómarsson, GV, en hann lék á 3 yfir pari, 73 höggum. Alls tóku 53 keppendur þátt og luku keppni þar af 9 kvenkylfingar. Af kvenkylfingunum stóð sig best Guðlaug Gísladóttir, GV, fékk 35 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Árni Sæberg ——– 18. júní 2018

Afmæliskylfingur dagsins er Árni Sæberg . Árni er er fæddur 18. júní 1998 og á því 20 ára stórafmæli í dag! Árni Sæberg (20 ára – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Albus, 18. júní 1940 (78 ára); Valgerður Kristín Olgeirsdóttir, 18. júní 1955 (63 ára); Auðun Helgason (44 ára); Árni Sæberg, 18. júní 1998 (19 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2018 | 23:59

PGA: Brooks Koepka sigraði á Opna bandaríska!!!

Það var bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka, sem sigraði á Opna bandaríska og varði þar með titil sinn. Þetta er í fyrsta skipti í 29 ár að titilvörn lukkast á Opna bandaríska. Samtals lék Koepka á  1 yfir pari, 281 höggi (75 66 72 68). Í 2. sæti varð Tommy Fleetwood frá Englandi 1 höggi á eftir eða á 2 yfir pari, 282 höggum (75 66 78 63). Í 3. sæti varð loks Dustin Johnson enn öðru höggi á eftir á 3 yfir pari, 283 höggum (69 67 77 70). Til þess að sjá lokastöðuna á Opna bandaríska 2018 SMELLIÐ HÉR: