Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2018 | 16:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Axel á 75 1. dag í Skotlandi

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, hóf leik í dag á SSE Scottish Hydro Challenge hosted by Macdonald Hotels & Resorts.

Mótið stendur dagana 21.-24. júní 2018 í Macdonald Spey Valley GC, í Aviemore, á Skotlandi.

Axel lék 1. hringinn á 4 yfir pari, 75 höggum og er sem stendur T-96 en þó nokkrir eiga eftir að ljúka keppni.

Þegar þetta er ritað er heimamaðurinn David Law frá Skotlandi efstur á samtals 5 undir pari, 66 höggum.

Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: