Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2018 | 18:30

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst varð 16. á Gamle Fredrikstad mótinu!

Þrír íslenskir kylfingar tóku þátt á Gamle Fredrikstad Open í Danmörku en mótið er hluti af Nordic Golf League atvinnumótaröðinni.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lauk keppni í 16. sæti á -2 samtals en hann lék hringina þrjá á (74-72-68).

Besta skor mótsins var -11 samtals.

Haraldur Franklín Magnús úr GR og Ólafur Björn Loftsson úr GKG léku einnig í þessu móti – en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum 2. keppnisdegi.

Pontus Stjärnfeldt frá Svíþjóð stóð uppi sem sigurvegari á samtals 11 undir pari, en hann varð jafn Martin Erikson landa sínum og sigraði hann á 1. holu bráðabana.

Til þess að sjá lokastöðuna í SMELLIÐ HÉR: