Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2018 | 07:00

PGA: Johnson og Spieth á toppi Travelers e. 1. dag

Það eru bandarísku kylfingarnir Zach Johnson  og Jordan Spieth, sem deila forystunni á Travelers Championship, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Spilað er í Cromwell, Conneticut.

Báðir léku þeir Zach og Jordan Spieth fyrsta hring á 7 undir pari, 63 höggum.

Þrír kylfingar deila 3. sætinu, einu höggi á eftir þeir Rory McIlroy, Peter Malnati og Brian Harman, sem allir léku á 6 undir pari, 64 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Travelers SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Travelers SMELLIÐ HÉR: