Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2018 | 09:10

LPGA: Ólafía Þórunn hefur leik kl. 14:31 á Walmart mótinu á morgun

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur þátt í Walmart NW Arkansas Championship represented by P&G.

Mótið fer fram í Rogers, Arkansas og stendur dagana 22.-24. júní 2018.

Ólafía Þórunn fer út kl. 9:31 að staðartíma í Arkansas, sem er kl. 14:31 hér heima á Íslandi, en 5 tíma tímamismunur er.

Ólafía Þórunn er í ráshóp með þeim Anne-Catherine Tanguay – Sjá eldri kynningu Golf 1 á Tanguay með því að SMELLA HÉR: og einnig Jane Park, sjá eldri kynningu Golf 1 á Park með því að SMELLA HÉR: 

Þetta er 14. LPGA mót Ólafíu Þórunnar á þessu keppnistímabili og 15. atvinnumótið sem hún spilar í, í ár, en Ólafía er líka með keppnisrétt á LET og tók þátt í einu LET móti í Ástralíu – þar sem þær stöllur Valdís Þóra Jónsdóttir spiluðu í sama mótinu!

Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni og stöðunni á Walmart mótinu á skortöflu SMELLIÐ HÉR: