Guðrún Brá Björgvinsdóttir er uppáhaldskvenkylfingur Jóhannesar.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2018 | 22:48

LET Access: Guðrún Brá T-11 e. 2. hring í Sviss!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK er búin að spila frábært golf á Lavaux Ladies Championship 2018, sem er mót á LET Access mótaröðinnni.

Guðrún Brá hefir samtals spilað á 2 undir pari, 142 höggum (75 67).

Seinni hringur Guðrúnar Brá var sérleg flottur, en þar skilaði Guðrún Brá skollalausu skorkorti með 5 fuglum. Guðrún Brá er T-11 fyrir lokahringinn.

Efst þegar einum hring er ólokið eru heimakonan Marie Fourquier frá Frakklandi og hin þýska Fanny Cnops, en báðar hafa spilað á samtals 7 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna á Lavaux Ladies Championship 2018 SMELLIÐ HÉR: 

Berglind Björnsdóttir, GR tók einnig þátt í mótinu, en náði ekki niðurskurði.