Áskorendamótaröð Evrópu: Axel T-27 e. 3. dag í Skotlandi – Aftur á 69 í dag!!!
Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK komst glæsilega í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, SSE Scottish Hydro Challenge, sem fer fram í Aviemore, Skotlandi!!!! Hann átti annan stórglæsilegan hring upp á 2 undir pari, 69 högg í dag; á hring þar sem hann fékk 4 fugla og 2 skolla. Samtals er Axel búinn að spila á sléttu pari, 213 höggum (75 69 69). Frábær spilamennska Axels hefir fleytt honum upp skortöfluna í 27. sætið sem hann deilir með 7 öðrum kylfingum. Efstir í mótinu eftir 3. dag eru Pedro Figueiredo frá Portúgal og Walesverjinn Stuart Manley; báðir á 8 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á SSE Lesa meira
LET: Valdís Þóra T-33 e. 3. dag í Thaílandi
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í móti vikunnar á LET, sem er Ladies European Thailand Championship. Mótið fer fram á Phoenix Gold Golf & CC og stendur dagana 21.-24. júní 2018 og eru þátttakendur 126. Valdís Þóra hefir leikið fyrstu 3 hringina á sléttu pari, 216 höggum (71 71 74). Valdís Þóra deilir 33. sætinu með 7 kylfingum þ.e. er T-33. Heimakonan Kanyalak Preedasuttijit frá Thailandi er efst á samtals 12 undir pari, 204 höggum (70 68 66). Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:
PGA: Harman efstur á Travelers í hálfleik
Brian Harman er efstur á Travelers Championship þegar það er hálfnað. Harman hefir samtals spilað á 10 undir pari, 130 höggum (64 66). Í 2. sæti eru Russell Henley og Zach Johnson frá Bandaríkjunum og Matt Jones frá Ástralíu; allir höggi á eftir Harman. Til þess að sjá stöðuna á Travelers eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Travelers SMELLIÐ HÉR:
LET Access: Guðrún Brá lauk keppni í 19. sæti í Sviss
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK lék frábært golf á Lavaux Ladies Championship 2018, sem var mót vikunnar á LET Access mótaröðinnni. Guðrún Brá lék á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (75 67 76) og landaði 19. sætinu, sem hún deildi ásamt 6 öðrum. Sigurvegari í mótinu varð Fanny Cnops frá Belgíu, en hún lék á samtals 7 undir pari, 209 höggum (71 66 72). Til þess að sjá lokastöðuna á Lavaux Ladies Championship 2018 SMELLIÐ HÉR: Berglind Björnsdóttir, GR tók einnig þátt í mótinu, en náði ekki niðurskurði.
LPGA: Ólafía Þórunn T-59 e. 1. dag á Walmart
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lék 1. hring á Walmart NW Arkansas Championship represented by P&G á 2 undir pari, 69 höggum Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 3 fugla og 1 skolla. Eftir 1. dag er Ólafía Þórunn T-59 þ.e. deilir 59. sætinu með 19 öðrum stúlkum, sem allar dansa við niðurskurðarlínuna, sem er sem stendur miðuð við 2 undir pari eða betra. Ólafía verður því að eiga frábæran hring á morgun, laugardaginn 23. júni, ætli hún sér í gegnum niðurskurð. Í efsta sæti í mótinu eftir 1. dag er Gaby Lopez frá Mexíkó á 8 undir pari, 63 höggum. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Gaby með því að Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Axel komst g. niðurskurð e. frábæran hring upp á 69!!!
Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK komst í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, SSE Scottish Hydro Challenge, sem fer fram í Aviemore, Skotlandi!!!! Hann átti frábæran hring í dag upp á 2 undir pari, 69 högg; hring þar sem hann fékk m.a örn!!! Samtals er Axel búinn að spila á 2 yfir pari, 144 höggum (75 69). Efsti maður í mótinu, Skotinn David Law var á sama skori og Axel í dag 69 höggum en var á 66 fyrri daginn þannig að hann er efstur á samtals 7 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á SSE Scottish Hydro Challenge SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Birgir Leifur T-55 e. 2. dag á BMW Int.
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, flaug í gegnum í niðurskurðinn í dag á BMW International, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Birgir Leifur hefir leikið á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (74 73). Hann er T-55 þ.e. deilir 55. sætinu með 10 öðrum kylfingum þ.á.m. Chase Koepka, bróður sigurvegara Opna bandaríska í ár Brooks Koepka. Í efsta sæti í hálfleik er Scott Hend frá Ástralíu á samtals 6 undir pari, 138 höggum (71 67). Sjá má stöðuna á BMW International með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Axel Rudolfsson og Símon Sigurbjörnsson – 22. júní 2018
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Axel Rudolfsson og Símon Sigurbjörnsson. Símon er fæddur 22. júní 1958 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Símon Sigurbjörnsson, 60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Hinn afmæliskylfingurinn er Axel Rudolfsson. Axel er fæddur 22. júní 1963 og á því 55 ára afmæli. Axel er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Axel Rudolfsson 55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Lesa meira
LPGA: Ólafía Þórunn hefur leik kl. 14:31 á Walmart mótinu í dag!!!
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur þátt í Walmart NW Arkansas Championship represented by P&G. Mótið fer fram í Rogers, Arkansas og stendur dagana 22.-24. júní 2018. Ólafía Þórunn fer út kl. 9:31 að staðartíma í Arkansas, sem er kl. 14:31 hér heima á Íslandi, en 5 tíma tímamismunur er. Ólafía Þórunn er í ráshóp með þeim Anne-Catherine Tanguay – Sjá eldri kynningu Golf 1 á Tanguay með því að SMELLA HÉR: og einnig Jane Park, sjá eldri kynningu Golf 1 á Park með því að SMELLA HÉR: Þetta er 14. LPGA mót Ólafíu Þórunnar á þessu keppnistímabili og 15. atvinnumótið sem hún spilar í, í ár, en Ólafía er líka Lesa meira
LET: Valdís Þóra á 71 á 2. degi í Thaílandi!
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í móti vikunnar á LET, sem er Ladies European Thailand Championship. Mótið fer fram á Phoenix Gold Golf & CC og stendur dagana 21.-24. júní 2018 og eru þátttakendur 126. Valdís Þóra hefir leikið fyrstu 2 hringina á 2 undir pari, 142 höggum (71 71). Sem stendur er Valdís Þóra í kringum 20. sætið, en margar eiga eftir að ljúka hringjum sínum og getur sætistala Valdísar Þóru því enn breyst. Niðurskurðarlínan var miðuð við 3 yfir pari eða betra og því fór Valdís Þóra léttilega í gegnum niðurskurð. Efst sem stendur er heimakonan Kanyalak Preedasuttijit frá Thailandi á samtals 6 undir pari, 138 Lesa meira










