Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 21. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: Birgir +2 e. 1. dag á BMW Int. !

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, hóf í dag keppni á BMW International Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð karla.

Mótið fer fram á Golf Club Gut Lärchenhof, sem er einn af bestu golfvöllum Þýskalands og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:

Birgir Leifur lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og er jafn 20 öðrum í 55. sæti þ.á.m. Tommy Fleetwood frá Englandi, sem varð í 2. sæti á Opna bandaríska um sl. helgi, en margir stjörnukylfingar taka þátt í mótinu.

Eigi Birgir Leifur sambærilegan hring á morgun og í dag eru miklar líkur á að hann komist í gegnum niðurskurð!!!

Efstur eftir 1. dag er Frakkinn Sébastien Gros frá Frakklandi, á 4 undir pari, 68 höggum.

Sjá má stöðuna á BMW Int. með því að SMELLA HÉR: