Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jessica Korda og Gunnar Hallberg —– 27. febrúar 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Gunnar Hallberg og bandarísk/tékkneski kylfingurinn Jessica Korda.

Gunnar Hallberg er fæddur 27. febrúar 1973 og fagnar því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Gunnars til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan

 

Gunnar Hallberg – 50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!

______________

Jessica er fædd 27. febrúar 1993 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!!

Jessica komst í fyrst golffréttirnar í febrúar 2012 þegar hún vann sinn fyrsta sigur á LPGA: Women´s Australian Open, þegar hún stóð sig best í 6 kvenkylfinga umspili.

Jessica er dóttir tennisspilaranna Petr Korda og Regina Rajchrtová. Petr Korda vann m.a. Grand Slam í einliðaleik Australian Open 1998, þannig að Ástralía hefir reynst þeim feðginum góð!

En Jessica hefir verið í fréttum mun nýlegar; en hún sigraði nú um helgina, 25. febrúar 2018 í Honda LPGA Thailand mótinu, en það 5. sigur hennar á LPGA.

Áður hefir Jessic einnig sigrað í Pure Silk Bahamas LPGA Classic mótinu 2014 og sama ár Airbus LPGA Classic; síðan vann Jessica líka Sime Darby LPGA Malaysia, 11. október 2015.

Jessica á sama afmælisdag og kólombíski LPGA kylfingurinn Mariajo Uribe, en hún á 33 ára afmæli í dag, þ.e. er fædd 27. febrúar 1990.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Daðey Einarsdottir (63 ára); Sigmundur Guðmundsson (59 ára); Jóhann Björn Elíasson (52 ára); Jóhann Island Elíasson (52 ára); Gunnar Hallberg (50 ára); Dóra Birgis Art (45 ára); Húfur Sem Hjálpa (49 ára); DóraBirgis Myndlistakona Og Áhugaljósmyndari (45 ára); Föt Til Sölu (42 ára); Auður Björt Skúladóttir (32 ára) … og …

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is