
6 fengu Forskotsstyrk
Forskot, afrekssjóður, mun styðja við bakið á alls sex atvinnukylfingum á árinu 2023. Forskot hefur frá árinu 2012 úthlutað styrkjum til afrekskylfinga og er úthlutunin í ár sú 12. í röðinni.
Að sjóðnum standa: Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair, Vörður tryggingar, Bláa Lónið og Golfsamband Íslands.
Frá stofnun sjóðsins hefur markmiðið að gera styrkþegum auðveldara fyrir að æfa og keppa við bestu skilyrði í samræmi við það sem gerist á alþjóðlegum vettvangi í golfíþróttinni.
Axel Bóasson, Bjarki Pétursson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Haraldur Franklín Magnús og Ragnhildur Kristinsdóttir fá úthlutað úr sjóðnum í ár.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson er fæddur árið 1990 og gerðist atvinnukylfingur árið 2017. Guðmundur Ágúst er með keppnisrétt á DP World Tour, Evrópumótaröðinni, sem er í hæsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í karlaflokki í Evrópu. Hann er annar íslenski karlkylfingurinn sem nær keppnisrétti á DP World Tour, en Birgir Leifur Hafþórsson var sá fyrsti. Guðmundur Ágúst hóf yfirstandandi keppnistímabili í desember á síðasta ári og framundan er spennandi tímabil á DP World Tour.
Haraldur Franklín Magnús er fæddur árið 1991 en hann gerðist atvinnukylfingur árið 2017. Hann er með keppnisrétt á Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, sem er næst efsti styrkleikaflokkur hjá atvinnukylfingum í karlaflokki í Evrópu. Haraldur Franklín mun leika á fjölmörgum mótum á Challenge Tour á keppnistímabilinu.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er fædd árið 1994 og hún gerðist atvinnukylfingur árið 2018. Guðrún Brá tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni árið 2020 eftir að hafa leikið á LET Access mótaröðinni frá árinu 2018. Guðrún Brá fær fjölmörg tækifæri á sterkum mótum á tímabilinu en hún er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni, en mótaröðin er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í kvennaflokki í Evrópu.
Axel Bóasson er fæddur árið 1990 en hann gerðist atvinnukylfingur árið 2013. Axel er með keppnisrétt á Nordic Golf League mótaröðinni sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki. Axel á góðar minningar frá Nordic Golf League mótaröðinni en hann varð stigameistari á mótaröðinni árið 2017 – og fékk í kjölfarið keppnisrétt á Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni tímabilið 2017-2018.
Bjarki Pétursson er fæddur árið 1994 og er hann með keppnisrétt á Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, og Nordic Golf League. Bjarki komst inn á lokaúrtökumót DP World Tour í nóvember á síðasta ári – í annað sinn á ferlinum. Bjarki hefur verið atvinnukylfingur frá árinu 2019.
Ragnhildur Kristinsdóttir er fædd árið 1997 og er hún á sínu fyrsta ári sem atvinnukylfingur. Ragnhildur fór í úrtökumótið fyrir LET Evrópumótaröðina í fyrsta sinn í desember á síðasta ári. Hún er með keppnisrétt á LET Access atvinnumótaröðinni á þessu tímabili, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu hjá atvinnukonum í golfi.
Markmiðið með stofnun Forskots afrekssjóðs árið 2012 var að búa til reynslu og þekkingarbrunn sem skili sér til kylfinga framtíðarinnar og ungir kylfingar geti litið til í sínum framtíðaráætlunum.
Ríkar kröfur eru gerðar til þessara íþróttamanna um ráðstöfun styrkjanna. Ber þeim að leggja fram æfinga- og keppnisáætlanir auk fjárhagsáætlunar fyrir verkefni sín auk þess sem gerðir eru sérstakir samningar við hvern kylfing um að þeir virði reglur Íþrótta- og Ólympíuhreyfingarinnar.
Þeir kylfingar sem fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði eru sterkar fyrirmyndir. Það að eiga afreksmenn í íþróttum er stór og mikilvægur þáttur í því að fá börn og unglinga til að sinna íþróttum. Því er litið á sjóðinn sem mikilvægt skref til að efla íþróttir barna og unglinga og hvetja þau til dáða.
Einn fulltrúi frá þeim sem aðild eiga að Forskoti er í stjórn sjóðsins og auk þess hefur stjórn sér til ráðgjafar fagteymi sem gerir tillögur um úthlutanir úr sjóðnum.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023