Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2023 | 21:00

NGL: Haraldur lauk keppni T-8 á Ecco Tour Spanish Masters

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, lauk keppni á Ecco Tour Spanish Masters í dag.

Því miður náði hann ekki að fylgja eftir glæsilegri byrjun í mótinu, en hann deildi efsta sætinu fyrstu tvo mótsdagana og var sá eini af 6 íslenskum kylfingum, sem komst í gegnum niðurskurð í mótinu.

Haraldur Franklín lék á samtals 3 undir pari, 211 höggum (66 69 76). Á hringnum í sem Haraldur lék á 5 yfir pari, fékk hann aðeins 1 fugl, 4 skolla og 1 tvöfaldan skolla.

Sigurvegari mótsins var sænski kylfingurinn Joakim Wikström, en hann lék á samtals 7 undir pari, líkt og Daninn Sebastian Wiis og varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Wikström hafði betur.

Sjá má lokastöðuna á Ecco Tour Spanish Masters með því að SMELLA HÉR: