Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2023 | 15:00

NGL: Haraldur T-1 e. 2. dag Ecco Tour Spanish Masters

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, var sá eini af 6 íslenskum kylfingum, sem þátt tóku í Ecco Tour Spanish Masters, sem komst í gegnum niðurskurð á mótinu.

Ekki nóg með það heldur er Haraldur í efsta sæti mótsins ásamt finnska kylfingnum Matias Honkala.

Báðir hafa þeir Haraldur og Honkala spilað á 8 undir pari, 135 höggum; Haraldur (66 69).

Þrír kylfingar deila 3. sæti, 2 höggum á eftir Haraldi og Honkala.

Sjá má stöðuna á Ecco Tour Spanish Masters með því að SMELLA HÉR: