Golfgrín á laugardegi 2019 (2)
Föðurleg ráð Pabbinn var að tala við son sinn. „Það er kominn tími á að við tölum saman sonur minn.“ „Brátt ferð þú að hafa langanir og tilfinningar, sem þú hefir aldrei fundið fyrir áður.“ „Hjarta þitt mun hamast og þú munt svitna í lófum.“ „Þú verður heltekinn og getur ekki hugsað um neitt annað.“ Hann bætti við: „En ekki hafa áhyggjur, þetta er allt fullkomlega eðlilegt …. þetta er kallað golf.“
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Kristian Krogh Johannessen (8/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ Lesa meira
GHD: Amanda Guðrún kylfingur ársins og íþróttamaður UMSE!
Í dag var kjöri íþróttamanns UMSE lýst í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. Kylfingur ársins og jafnframt íþróttamaður UMSE 2018 er Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD. Auk þess hlaut golfklúbburinn Hamar viðurkenningu fyrir öflugt barna- og unglingastarf. Þá fengu Marsibil Sigurðardóttir, Indíana Ólafsdóttir og Veigar Heiðarsson viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu. Golf 1 óskar Amöndu innilega til hamingju með nafnbótina Íþróttamaður UMSE 2018 og Marsibil, Indiönu og Veigari til hamingju með sínar viðurkenningar. Í aðalmyndaglugga: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD, íþróttamaður ársins og íþróttamaður UMSE!
Afmæliskylfingur dagsins: Davíð Viðarsson, Harold Horsefall Hilton og Sigríður Jóhannsdóttir – 12. janúar 2019
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Davíð Viðarsson, Sigríður Jóhannsdóttir og Harold heitni Horsefall Hilton, en hann fæddist í dag, fyrir 150 árum, 1869 og dó 5. mars 1942. Hann varð 2. áhugamaðurinn til þess að sigra Opna breska. Golf 1 var stuttu eftir að golfvefurinn fór í loftið með greinaröð um kylfinga 19. aldar. Hér má rifja upp greinina um afmæliskylfinginn: HAROLD HORSEFALL HILTON Davíð Viðarsson er fæddur 12. janúar 1979 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Betri helmingur Davíðs er Theódóra Friðbjörnsdóttir. Komast má á facebook síðu Davíðs til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Davíð Viðarsson – Innilega til hamingju með 40 Lesa meira
LET: Valdís lauk keppni T-49 í Abu Dhabi
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk 1. móti sínu á LET mótaröðinni þ.e. Fatimu Bint Mubarak Open T-49, en mótið fór fram í Abu Dhabi dagana 10.-12. janúar 2019 og lauk í dag. Valdís lék á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (78 79 73) og hefir oft spilað betur. Lokahringurinn var hennar langbesti hringur og var hún á 29. besta skorinu í dag. Allir þátttakendurnir verðlaunafé og fékk Valdís Þóra tékka upp á $ 1,461.10. Enski kylfingurinn Charley Hull stóð uppi sem sigurvegari, með skor upp á 8 undir pari ( 67 72 69) og hlaut hún sigurtékka upp á $ 38,115.60. Norska frænka okkar Marianne Skarpenord varð í 2. Lesa meira
PGA: Kuchar efstur í hálfleik á Sony Open – Hápunktar 2. dags
Það er Matt Kuchar, sem er efstur á Sony Open í hálfleik. Hann átti glæsi 2. hring upp á 63 högg og er samtals búinn að spila á 14 undir pari, 126 höggum (63 63). Landi Kuchar, Andrew Putnam er 1 höggi á eftir á samtals 13 undir pari. Sjá má stöðuna á Sony Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á Sony Open með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Daníel Hilmarsson – 11. janúar 2019
Daníel Hilmarsson er afmæliskylfingur Golf 1 í dag. Hann er fæddur 11. janúar 1994 og og á því 25 ára stórafmæli í dag!!!! Daníel er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann sigraði m.a. í 1. maí móti GM 2018. Komast má á facebook síðu Daníels til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Daníel Hilmarsson (Innilega til hamingju með 25 ára stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Frederick Guthrie Tait, f. 11. janúar 1870 – d. 7. febrúar 1900); Hrafnhildur Þórarinsdóttir, GK, 11. janúar 1945 (74 ára); Kolbrún Þormóðsdóttir, GK, 11. janúar 1952 (67 ára); Ben Daníel Crenshaw 11. janúar 1952 (67 ára); Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Lauren Coughlin (17/58)
Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira
Andrea T-12 og Ingvar Andri T-17 e. 1. dag SAA í Chile
Andrea Bergsdóttir og Ingvar Andri Magnússon, GKG eru meðal keppenda í Sudamericano Amateur (skammst. SAA) sem fram fer í Santiago, Chile dagana 10.-13. janúar 2019 á Los Leones golfvellinum. Andrea lék á 2 yfir pari, 74 höggum á 1. degi, meðan Ingvar Andri var á 1 undir pari, 71 höggi á 1. keppnisdegi. Þátttakendur eru frá 13 þjóðlöndum í Evrópu, Mið- og Suður-Ameríku auk Kanada. Fylgjast má með stöðunni hjá piltunum á SAA með því að SMELLA HÉR: Fylgjast má með stöðunni hjá stúlkunum á SAA með því að SMELLA HÉR:
Trump gæti litið við á Forsetabikarnum
Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti litið við á Royal Melbourne, en Forsetabikarinn fer fram í desember á þessu ári í Ástralíu og er þegar farið að undirbúa komu Trumps þangað. 45. forseti bandaríkjanna (Trump) var á Forsetabikarnum 2017 og veitti bandaríska liðinu bikarinn eftir að þeir höfðu sigrað Alþjóðaliðið á Liberty National í New Jersey. Royal Melbourne hefir haldið Forsetabikarinn áður þ.e. 1998 og 2011 og vonast framkvæmdastjóri klúbbsins Warwick Hill-Rennie eftir hjálp frá bandaríska PGA við öryggisatriðin. „Það er reginmunur á öllum öryggisatriðum ef forsetinn skyldi koma,“ sagði Hill-Rennie í viðtali á Australian Masters. „Það er nokkuð sem við verðum að læra af PGA Tour því við höfum aldrei séð öryggisráðstafanir Lesa meira










