Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Lauren Coughlin (17/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour.

Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur.

Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Svíþjóð og Robyn Choi frá Ástralíu.

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tók þátt í lokaúrtökumóti LPGA en varð ekki meðal efstu 45 og náði því ekki að endurnýja kortið sitt og fastan keppnisrétt á LPGA næsta keppnistímabil.

Það voru 6 stúlkur, sem deildu 39. sætinu en það eru: Lee Lopez, Sandra Changkija, Lauren Coughlin og Stephanie Kono frá Bandaríkjunum; Pajaree Anannarukarn frá Thaílandi og Guilia Molinaro frá Ítalíu. Þessar 6 léku allar á samtals 9 yfir pari á lokaúrtökumótinu, hver. Guilia Molinaro og Sandra Changkija hafa þegar verið kynntar og í dag er þaað Lauren Coughlin, sem verður kynnt.

Lauren Coughlin er 25 ára frá Chesapeake, Virginíu og byrjaði 7 ára í golfi. Hún lék líka golf í Hickory High-school menntaskóla og síðan í háskóla.

Coughlin lék í bandaríska háskólagolfinu með kvennagolfliði University of Virginía (2012-2016). Sjá má um afrek hennar í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR:

Árið 2016 og 2017 lék Coughlin á Symetra Tour en er nú komin á mótaröð þeirra bestu, LPGA, keppnistímabilið 2018 með kortið sitt og full spilaréttindi.

Þegar ljóst var að hún væri með full keppnisréttindi á LPGA sagði Coughlin: „Ég er bara virkilega þakklát, mér finnst þetta vera stórt. Ég er virkilega spennt að fara þarna út og spila vel. Ég hugsa að þetta sé svolítið sem ég hélt að ég myndi aldrei í raun gera þannig að þetta er stórt. Ég hef átt fullt af fólki sem hefir trú á mér þannig að ég er spennt.“

Meðal áhugamála Coughlin er að horfa á kvikmyndir, verja tíma með vinum sínum og íþróttir (einkum ruðningur og körfubolti).