Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Kristian Krogh Johannessen (8/27)

Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér.

Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir.

Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum.

Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu.

Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ á Evróputúrinn í ár gegnum lokaúrtökumótið. Einn þeirra sem ekki komst að þessu sinni, þrátt fyrir frábæra spilamennsku var Birgir Leifur „okkar“ Hafþórsson, GKG.

Hér verður byrjað að kynna þann þá 8 sem deildu 20. sætinu þ.e. þá sem urðu T-20 á lokaúrtökumótinu. Búið er að kynna Filippo Bergmaschi, David Borda, Max Schmitt, Hugo León, Ben Evans, Kristoffer Reitan og Gavin Moynihan en í dag verður sá síðasti af þeim 8 urðu T-20, kynntur, en það er Kristian Krogh Johannessen.

Kristian Krogh Johannessen fæddist í Drammen, Noregi 3. mars 1995 og er því 23 ára.

Johannessen gerðist atvinnumaður 2015.

Frá þeim tíma hefir Johanenssen aðallega spilað á Nordic Golf League þ.e. frá 2015-2018 og hefir sigrað þrívegis á mótaröðinni.

Sem stendur er hann nr. 557 á heimslistanum.

Johannessen býr í Hokksund í Noregi en heimaklúburinn er Drammen GK.

Áhugamál Johannessen eru og fótbolti, skíði og bílar.

Hann hefir reynt að komast á Evróputúrinn frá því áður en hann gerðist atvinnumaður, þ.e. 2014, en þetta er í fyrsta skipti sem hann nær alla leið á mótaröð þeirra bestu í Evrópu.