Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2019 | 12:00

LET: Valdís lauk keppni T-49 í Abu Dhabi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk 1. móti sínu á LET mótaröðinni þ.e. Fatimu Bint Mubarak Open T-49, en mótið fór fram í Abu Dhabi dagana 10.-12. janúar 2019 og lauk í dag.

Valdís lék á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (78 79 73) og hefir oft spilað betur. Lokahringurinn var hennar langbesti hringur og var hún á 29. besta skorinu í dag.

Allir þátttakendurnir verðlaunafé og fékk Valdís Þóra tékka upp á $ 1,461.10.

Enski kylfingurinn Charley Hull stóð uppi sem sigurvegari, með skor upp á 8 undir pari ( 67 72 69) og hlaut hún sigurtékka upp á $ 38,115.60. Norska frænka okkar Marianne Skarpenord varð í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir.

Til þess að sjá lokastöðuna á Fatimu Bint SMELLIÐ HÉR: