PGA: Svenson efstur e. 1. dag Sony Open
Það er kanadíski kylfingurinn Adam Svenson, sem er efstur eftir 1. dag Sony Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour og 2. mótið á mótaskránni 2019. Mótið fer fram í Honolulu dagana 10.-13. janúar 2019. Svenson kom í hús á 9 undir pari, 61 höggi – fékk 1 örn, 7 fugla og 10 pör. Ótrúlega flottur hringur!!! Í 2. sæti er Andrew Putnam, á 8 undir pari, 62 höggum; í 3. sæti er Matt Kuchar á 7 undir pari, 63 höggum og 4. sætinu deila 3 kylfingar Chez Reavie, Hudson Swafford og japanski kylfingurinn sem nýverið hlaut boðskort á Masters risamótið, Shugo Imahira, allir á 5 undir pari, 65 Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2019: Filippo Bergmaschi (7/27)
Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt „nýju strákana“ á Evróputúrnum og verður því fram haldið hér. Lokaúrtökumótið í ár fór fram á Lumine golfstaðnum í Tarragona, nálægt Barcelona á Spáni, dagana 10.-15. nóvember og voru að venju spilaðir 6 hringir. Efstu 25 og þeir sem jafnir voru í 25. sætinu hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Í ár voru það 27 sem hlutu kortið sitt á Evróputúrnum. Líkt og á undanförnum árum verður hafist á að kynna þá sem urðu í síðustu sætunum fyrst og endað á þeim sem sigruðu í Q-school þ.e. urðu efstir í lokaúrtökumótinu. Í ár deildu 8 strákar 20. sætinu og komust því 27 „nýir strákar“ Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Andrea Ásgrímsdóttir og Ian Poulter – 10. janúar 2018
Það eru Andrea Ásgrímsdóttir, golfkennari og „kraftaverkamaðurinn í Medinah“ Englendingurinn Ian Poulter, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Andrea er fædd 10. janúar 1974 og á því 45 ára afmæli í dag!!! Andrea er m.a. klúbbmeistari kvenna í Golfklúbbnum Oddi fjögur ár í röð 2012, 2013, 2014 og 2015. Fyrsta viðtalið sem birtist hér á Golf 1 var tekið við Andreu og má sjá það með því að SMELLA HÉR: Nú nýlega var Andrea í fréttunum, þar sem hún hefir tekið að sér stöðu framkvæmdastjóra Golfklúbbs Suðurnesja (GS). Komast má á facebook síðu Andreu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn!!! Andrea Asgrimsdottir (45 ára – Innilega Lesa meira
Lawrie þykir ólíklegt að hann verði fyrirliði í Rydernum í framtíðinni
Svo sem líklega hefir ekki farið fram hjá neinum golfáhanganda þá var hinn 47 ára Pádraig Harrington útnefndur næsti fyrirliði evrópska Ryderbikars liðsins, sem spilar í Whistling Straits í Bandaríkjunum 2020. Val hans bendir til að ýmsir sem eru eldri en hann kunni aldrei að fá tækifæri til þess að verða fyrirliðar; menn eins og Paul Lawrie sem varð 50 ára nú fyrr í mánuðnum. Líklegt þykir að Lee Westwood verði fyrirliði evrópska liðsins 2022 og eftir það er ekki ólíklegt að menn eins og Luke Donald, Graeme McDowell og Ian Poulter vilji prófa að vera fyrirliðar. Aðrir framtíðar fyrirliðar eru líklega Henrik Stenson og Sergio Garcia. Lawrie er einn Lesa meira
LET: Valdís Þóra á +6 e. 1. dag í Abu Dhabi
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL átti ekki óskabyrjun á Fatimu Bint Mubarak Ladies Open LET mótinu, sem fram fer í Abu Dhabi dagana 10.-12. janúar 2019. Valdís Þóra lék á 6 yfir pari, 78 höggum – fékk 2 skramba, 3 skolla og aðeins 1 fugl. Það er enski kylfingurinn Charley Hull, sem tekið hefir forystuna á 5 undir pari, 67 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Fatimu Bint SMELLIÐ HÉR:
Fylgist m/Valdísi Þóru í Abu Dhabi HÉR:!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir, úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, hefur keppnistímabilið á sterkustu atvinnukvenmótaröð Evrópu, Ladies European Tour (LET) nú í morgun, miðvikudaginn 10. janúar. Fatima Bint Mubarak Ladies Open á LET fer fram í Abu Dhabi dagana 10.-12. janúar 2019. Valdís Þóra á rástíma eftir u.þ.b. 1 klukkustund þ.e. kl. 8:42 eða kl. 12:42 að staðartíma á fyrsta keppnishringnum. Á öðrum keppnisdegi hefur Valdís Þóra leik kl. 04:32 að íslenskum tíma eða kl. 08:32 að staðartíma. Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru með því að SMELLA HÉR: Valdís Þóra varð fyrir því óláni að farangur hennar skilaði sér ekki frá London eftir ferðalagið frá Íslandi þann 3. janúar s.l. Hún Lesa meira
Adam Scott sleppir heimsmótunum 2019
Kynþokkafyllsti kylfingur allra tíma, ástralski kylfingurinn Adam Scott, hefir tilkynnt að hann ætli sér ekki að spila í neinu af þeim 3 heimsmótum, sem eftir eru á PGA Tour keppnistímabilinu. Keppnisskrá PGA Tour var birt fyrir 2019 árið og átti hún að vera hentugri upp á risamótin að gera, en hvað önnur mót snertir þá standa kylfingar sem eru í lúxus sporum Scott fyrir erfiðu vali. Það er ekki óálgengt að kylfingar sleppi einu og einu heimsmóti, en öllum 3? „Í lokin fór ég bara auðveldustu leiðina og hugsaði með mér að ég ætlaði bara að spila í þeim (mótum) sem mér líkar og þeim sem skynsamt er að spila Lesa meira
Árið gert upp – Helstu innlendu golffréttir júlí 2018
Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS) fór fram dagana 28. júní – 1. júlí 2018. Þátttakendur voru 27 í 7 flokkum. Klúbbmeistarar GVS 2018 urðu Sigurdís Reynisdóttir og Jóhann Sigurðsson. Meistaramót GO fór fram dagana 30. júní – 7. júlí 2018. Þátttakendur, sem luku keppni voru 157 og var keppt í 18 flokkum. Klúbbmeistarar GO 2018 urðu Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Rögnvaldur Magnússon. Meistaramót Nesklúbbsins (NK) fór fram dagana 30. júní – 7. júlí sl. Þátttakendur voru 164 í 13 flokkum. Klúbbmeistarar eru þau Karlotta Einarsdóttir og Ólafur Björn Loftsson. Meistaramót Golfklúbbs Ísafjarðar (GÍ) fór fram dagana 2.-5. júlí 2018.Skráðir þátttakendur voru 31, en 29 luku keppni og var keppt í 5 flokkum. Lesa meira
Árið gert upp – Helstu erlendu golffréttir júlí 2018
Sei Young Kim frá S-Kóreu sigraði á Thornberry Creek LPGA Classic mótinu, sem fram fór í Oneida, Wisconsin, dagana 4.-7. júlí 2018. Þann 5.-8. júlí 2018 fór PGA Tour mótið A Military Tribute at The Greenbrier fram á The Old White TPC, í White Sulphur Springs, í Vestur-Virginíu. Sigurvegari mótsins varð Kevin Na. Þann 10. júlí 2018 var frétt þess efnis á Golf 1 að frá og með 2019 myndi PGA Championship risamótið fara fram í maí, en það hefir hingað til verið það fjórða og síðasta af risamótunum 4 í karlagolfinu og hefir alltaf farið fram í ágúst. Thidapa Suwannapura frá Thaílandi sigraði á LPGA mótinu, Marathon Classic presented by Dana Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Einar G. Gunnarsson og Sergio Garcia – 9. janúar 2019
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Einar Guðberg Gunnarsson og Sergio Garcia. Einar Guðberg Gunnarsson er fæddur 9. janúar 1949 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Hann er kvæntur Guðnýju Sigurðardóttur. Komast má á facebook síðu Einars Guðberg til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Einar Guðberg – Innilega til hamingju með 70 ára merkisafmælið!!! Hinn afmæliskylfingurinn er spænski kylfingurinn Sergio Garcia Fernández. Sergio er fæddur í Borriol, á Castellón, á Spáni, 9. janúar 1980 og á því 39 ára afmæli í dag. Hann var í fréttum fyrir 6 árum síðan 2013, þegar hann lét Tiger fara í taugarnar á sér og lét falla nokkur vel Lesa meira










