Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2019 | 11:00

Kylfingur brýtur kylfur sínar eftir slæman dag á vellinum

Hér kemur 5 ára gömul frétt af manni (frá 2014), sem þó er eiginlega tímalaus, því þetta er alltaf að gerast á hverjum degi …. að kylfingar eigi slæman dag á vellinum. Þó eru ekki allir sem taka það jafn nærri sér og þessi sem tók sig til og braut kylfur sínar hverja eftir annari eftir slæman dag í september 2014 í  Spring Mill, Pennsylvaniu í Bandaríkjunum. Þó hlífði hann einni kylfu, sem var í sérstöku uppáhaldi og handklæði, sem hann var nýbúinn að kaupa. Menn heyrast hlægja að geðluðrukastinu þó á einum stað heyrist maður segja að náunginn eigi að hegða sér skynsamlega. Félagi mannsins Bryce Bundy tók geðluðrukast félaga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2019 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2019: Pajaree Anannarukarn (18/58)

Hér verða líkt og á undanförnum árum kynntar þær stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA fyrir 2019 keppnistímabilið. Þetta eru þær sem urðu í 45. sæti eða voru jafnar í 45. sæti á lokaúrtökumóti LPGA og efstu 10 á peningalista 2. deildarinnar þ.e. Symetra Tour. Í ár voru 48 stúlkur sem komust á LPGA gegnum lokaúrtökumótið og síðan einnig þær 10, sem efstar urðu á peningalista Symetra Tour eða alls 58 stúlkur. Hér hafa 10 efstu á peningalista Symetra Tour verið kynntar sem og þær sem jafnar voru í 45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, en það eru þær Karen Chung, frá Bandaríkjunum; P.K. Kongkraphan frá Thaílandi; Louise Strahle frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2019 | 09:00

Hvað var í sigurpoka Kuchar?

Matt Kuchar, sem sigraði á Sony Open var með eftirfarandi verkfæri í sigurpoka sínum: Dræver: Bridgestone TOUR B JGR (9.5 °) Skaft: Fujikura Atmos Tour Spec Black 6S. 3 tré: Titleist TS2 (13.5°) Skaft: Fujikura Speeder Evolution 757 X-flex. Blendingar: Bridgestone TOUR B 2 (18°), Ping Anser (20 °) Sköft: Fujikura Motore Speeder TS 8.8 X-flex. Járn: Bridgestone J15CB (5-PW) Sköft: True Temper Dynamic Gold 105 S300. Fleygjárn: Bridgestone J40 Forged (52°), Cleveland RTX-4 (56°), Cleveland RTX-3 (62°). Pútter: Bettinardi Arm Lock prototype, DASS KM-1 (Kuchar Model 1) – 400 gramma með 70° loft og lie og 2,5 offset Golfbolti: Bridgestone TOUR B X.

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2019 | 08:00

10 bestu ófarirnar í golfi (2)

Þessum snillingum fannst það góð hugmynd að slá bolta eftir götunni, en áttu eftir að sjá eftir því. Hvort heldur þetta var 1. sveiflan eða ekki, þá er staðreynd að náunginn rústaði afturrúðunni í dökka bílnum til hægri í einu höggi sínu og til er myndskeið um hann að valda tjóninu. Þeim væri nær þessum hálfvitum að fara á æfingasvæðið! Hér kemur myndskeiðið: https://www.instagram.com/p/BPaUn2qAavR/?utm_source=ig_embed&utm_campaign=embed_video_watch_again

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2019 | 07:00

PGA: Matt Kuchar sigraði á Sony Open

Það var bandaríski geðþekki kylfingurinn Matt Kuchar, sem sigraði á Sony Open. Sony Open fór að þessu sinni fram 10.-13. janúar 2019 en að venju í Waialea CC í Honolulu á Hawaii. Sigurinn var afgerandi en Kuchar spilaði á samtals 22 undir pari, 258 höggum ( 63 63 66 66) og átti heil 4 högg á landa sinn Andrew Putnam, sem hafnaði í 2. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Sony Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Sony Open SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2019 | 16:30

Valdís hitti Gary Player

Eftir LET mótið Fatima Bint Mubarak Ladies Open, þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL lauk keppni T-49 skrifaði hún eftirfarandi á vefsíðu sína: „Þá er fyrsta móti ársins lokið. Ég strögglaði svolítið með vindinn fyrstu tvo dagana og púttin á öðrum degi og náði einfaldlega ekki að skora. Það er stundum svoleiðis 🙂 þetta var fínt upphitunarmót til þess að sjá hvað þarf að bæta fyrir næstu mót. Ég held til Ástralíu þann 23. Janúar og spila í úrtökumóti fyrir ástralska túrinn og svo hef ég fengið staðfest að ég er inni í Vic Open mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Það verður fínt að koma heim Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Baldur Ólafsson og Jóhann P. Kristbjörnsson – 13. janúar 2019

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Baldur Ólafsson og Jóhann P. Kristbjörnsson. Jóhann P. Kristbjörnsson er fæddur 13. janúar 1969 og á því 50 ára stórafmæli í dag.  Jóhann hefir verið duglegur að taka þátt í opnum mótum með góðum árangri; var m.a. á Marsmóti 1 í Sandgerði 2013. Jóhann er trúlofaður Önnu Maríu. Komast má á facebook síðu Jóhanns til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Jóhann P. Kristbjörnsson – 50 ára – Innilega til hamingju!!! Hinn afmæliskylfingurinn er Baldur Ólafsson. Baldur er fæddur 13. janúar 1979 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Jóhanns til þess að óska honum til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 13. 2019 | 09:00

10 bestu ófarirnar í golfi (1) – „Ekki svo „Happy-Gilmore““

Svona í tilefni þess að kominn er 13. janúar og árið flýgur áfram á eldingshraða hefjum við hér seríu myndskeiða með ófara og óhappatilvikum hjá kylfingum. Oft gaman að sjá þau 🙂 Hér í fyrsta „ófara“ myndskeiðinu má sjá kylfing sem er að reyna að stæla atriði úr golfkvikmyndinni „Happy Gilmore“ með því að slá golfbolta með tilhlaupi. Honum tekst ekki vel til. Reyndar slær hann kylfuhausnum í jörðina þannig að hann flýgur af… og langt út á haf. Kylfingurinn virðist frjósa, líkt og hann hafi séð draug. En það fyndnasta ef maður á að vera nasty er að heyra kylfuhausinn plompa þarna á steinum flæðarmálsins. Hér kemur svo loks Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2019 | 22:00

10 bestu örvhentu kylfingarnir í gegnum tíðina

Hér á eftir fer upptalning á 10 bestu örvhentu kylfingum heims í gegnum tíðina og eru þeir hér taldir í engri sérstakri röð – þ.e. ekki er farið í ákvörðun á hver þeirra sé besti örvhenti kylfingurinn þó eflaust eigi allir sinn uppáhalds örvhenta kylfing! Nr. 1 er kanadíski kylfingurinn Mike Weir – Hann hefir m.a. sigrað 9 sinnum á PGA Tour Nr. 2 er nýsjálenski kylfingurinn Bob Charles – Hann var að í golfinu í 50 ár og hefir m.a. sigrað í 70 mótum, þ.á.m. sigraði hann í 6 mótum PGA Tour þ.á.m. er hann sigurvegari Opna breska 1963. Nr. 3 er bandaríski kylfingurinn Eric Axley. Hann hefir sigrað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2019 | 21:00

Andrea T-19 og Ingvar Andri T-51 e. 3. dag SAA í Chile

Andrea Bergsdóttir og Ingvar Andri Magnússon, GKG eru meðal keppenda í Sudamericano Amateur (skammst. SAA) sem fram fer í Santiago, Chile dagana 10.-13. janúar 2019 á Los Leones golfvellinum.   Andrea hefir samtals spilað á 7 yfir pari, 223 höggum (74 76 73) og er T-19 af  51 keppanda. Ingvar Andri hefir samtals spila á 13 yfir pari, 229 höggum (71 85 73) og er T-51 af 75 keppendum. Þátttakendur eru frá 13 þjóðlöndum í Evrópu, Mið- og Suður-Ameríku auk Kanada. Fylgjast má með stöðunni hjá piltunum á SAA með því að SMELLA HÉR: Fylgjast má með stöðunni hjá stúlkunum á SAA með því að SMELLA HÉR: