Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2019 | 17:00

GHD: Amanda Guðrún kylfingur ársins og íþróttamaður UMSE!

Í dag var kjöri íþróttamanns UMSE lýst í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju.

Kylfingur ársins og jafnframt íþróttamaður UMSE 2018 er Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD.

Auk þess hlaut golfklúbburinn Hamar viðurkenningu fyrir öflugt barna- og unglingastarf. Þá fengu Marsibil Sigurðardóttir, Indíana Ólafsdóttir og Veigar Heiðarsson viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu.

Golf 1 óskar Amöndu innilega til hamingju með nafnbótina Íþróttamaður UMSE 2018 og Marsibil, Indiönu og Veigari til hamingju með sínar viðurkenningar.

Í aðalmyndaglugga: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD, íþróttamaður ársins og íþróttamaður UMSE!