Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2019 | 08:00

Trump gæti litið við á Forsetabikarnum

Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti litið við á Royal Melbourne, en Forsetabikarinn fer fram í desember á þessu ári í Ástralíu og er þegar farið að undirbúa komu Trumps þangað.

45. forseti bandaríkjanna (Trump) var á Forsetabikarnum 2017 og veitti bandaríska liðinu bikarinn eftir að þeir höfðu sigrað Alþjóðaliðið á Liberty National í New Jersey.

Royal Melbourne hefir haldið Forsetabikarinn áður þ.e. 1998 og 2011 og vonast framkvæmdastjóri klúbbsins Warwick Hill-Rennie eftir hjálp frá bandaríska PGA við öryggisatriðin.

Það er reginmunur á öllum öryggisatriðum ef forsetinn skyldi koma,“ sagði Hill-Rennie í viðtali á Australian Masters.

Það er nokkuð sem við verðum að læra af PGA Tour því við höfum aldrei séð öryggisráðstafanir svipaðir þeim sem þar voru (á síðasta Forsetabikar).“

Þar voru m.a. ómannaðar þyrlur sem sveimuðu um, það voru stríðsskip í höfninni með leyniskyttum á dekki. Þetta var á allt öðru plani. Við höfum aldrei séð þetta hér í Ástralíu.“ 

Þetta verður án nokkurs vafa erfiðara,“ sagði Hill-Rennie sem býst við 130.000 áhorfendum á Royal Melbourne eftir 11 mánuði.

Ríkisstjóri Viktoríuríkis í Ástralíu, Linda Dessau hefir þegar boðið forsetanum að dvelja í ríkisstjóra bústaðnum (Government House).

„En að öllum líkindum … fáum við ekkert að vita um öryggisráðstafanir sem þarf að gera vegna Trump fyrr en deginum áður en hann kemur,“ sagði Hill-Rennie loks.

En jafnvel þótt Trump komi ekki þá hafa Bill Clinton og Barack Obama þegar lýst yfir áhuga að koma og það er líka mikil öryggisgæsla í kringum þá.

Hefð er fyrir að Bandaríkjaforsetar mæti á Forsetabikarinn og líklegast hafa aldrei verið jafnmargir samankomnir og í New Jersey 2017 og voru þeir m.a. að leyfa fólki að taka selfie með þeim, sbr. einn snappara frá Nick Mickelson sem skrifaði á félagsmiðlana „Ef maður hefir tækifæri á því að taka mynd af sér með 3 forsetum þá gerir maður það!“ og birti síðan meðfylgjandi mynd af sér og 3 forsetum.