Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2019 | 21:00

LET Access: Guðrún Brá T-42 e. 1. dag á Spáni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék á +4 , 74 höggum á fyrsta keppnisdegi Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open 2019, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Á hringnum fékk Guðrún Brá 1 fugl, 13 pör, 3 skolla og 1 skramba og er hún T-42 eftir 1. keppnisdag, þ.e. deilir 42. sæti með 3 öðrum kylfingum. Í efsta sæti eftir 1. dag er heimakonan Lucrezia Colombotto Rosso, sem kom í hús á 4 undir pari, 66 höggum. Sjá má kynningu Golf 1 á Colombotto Rosso með því að SMELLA HÉR:  Mótið fer fram á Augas Santas Balneario & Golf Resort við Lugo á Spáni, dagana 11.-13. júlí Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2019 | 20:00

NGL: Guðmundur Ágúst efstur e. 2. dag á Svea

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, er í efsta sæti fyrir lokahringinn á móti vikunnar á Nordic Golf League (NGL) mótaröðinni, Svea Leasing Open. Guðmundur Ágúst er búinn að spila samtals á 11 undir pari, 133 höggum (66 67). Guðmundur Ágúst er í 1. sæti á 3 högg á heimamanninn Charlie Jerner. Mótið fer fram í Täby golfklúbbnum í Täby, Svíþjóð, dagana 10.-12. júlí 2019 og lýkur því á morgun. Til þess að sjá stöðuna á Svea Leasing Open SMELLIÐ HÉR:  Sigri Guðmundur Ágúst á þessu móti hefir hann sjálfkrafa tryggt sér keppnisrétt á Challenge Tour þ.e. 2. deildinni í karlagolfinu í Evrópu út keppnistímabilið,- sem er stórglæsilegur árangur!!! Þeir sem sigrað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2019 | 18:00

LPGA: Ólafía T-20 e. 1. dag Marathon Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, er jöfn 8 öðrum kylfingum, sem allar eru í 20. sæti eftir 1. keppnisdag Marathon Classic Presented by Dana, sem er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Sylvania, Ohio, dagana 11.-14. júlí 2019. Ólafía lék 1. hringinn á 3 undir pari, 68 höggum. Skorkortið var nokkuð skrautlegt, en á hringnum fékk Ólafía 6 fugla, 10 pör, 1 skolla og 1 skramba. Efstar eftir 1. dag eru þær Youngin Chun frá S-Kóreu og Alena Sharp frá Kanada, en þær komu báðar í hús á 7 undir pari, 64 höggum. Sjá má stöðuna á Marathon Classic að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ella María Gunnarsdóttir – 11. júlí 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Ella María Gunnarsdóttir. Ella María er fædd 11. júlí 1975 og því 44 ára í dag!!! Hún er í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og hefir m.a. átt sæti í kvennanefnd klúbbsins. Sjá má eldra viðtal Golf1 við Ellu Maríu með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þuríður Sigmundsdóttir, GÓ (57 ára); Martin Wiegele, 11. júlí 1978 (41 árs); Laura Cabanillas, 11. júlí 1981 (38 ára); Sean M. O’Hair, 11. júlí 1982 (37 ára); Linnea Torsson, 11. júlí 1984 (35 ára); Ísak Jasonarson, GK, 11. júlí 1995 (24 ára) ….. og ….. Carsten Schwippe Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2019 | 11:34

Strippklúbbur aflýsir móti á velli Trump

Strippklúbbur nokkur í Miami, „Shadow Cabaret“ tilkynnti í gær, 10. júlí 2019 að góðgerðargolfmót sem fyrirhugað var að halda á einum af golfvöllum Donald Trump hefði verið aflýst. Ágóðinn af mótinu átti að renna til staðbundinna góðgerðarsamtaka og í mótinu var þátttakendum boðið upp á „kaddýstelpu að eignn vali.“ „Vegna andrúmsloftsins allt í kringum golfmót okkar hefir Shadow Cabaret ákveðið að aflýsa mótinu. Við viljum biðja hvern þann afsökunar sem gæti hafa hneykslast á mótinu,“ segir á facebook síðu klúbbsins. Á vefsíðu Shadow Cabaret var mótið auglýst sem „Kynþokkafyllsti góðgerðaratburður Miami 2019“ og á auglýsingunni voru bleikar varir á golfbolta sem og fjölskylduskjaldarmerki Trump fjölskyldunnar. Mótið átti að vera á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2019 | 08:00

Evróputúrinn: Opna skoska – Fylgist m/HÉR:

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Opna skoska. Margir af bestu kylfingum Evrópu taka þátt í mótinu þ.á.m. Rory McIlroy, Henrik Stenson og Ian Poulter, sem og menn á borð við Matt Kuchar. Talið er að Opna skoska sé ágætis upphitun fyrir Opna breska, sem fer fram í næstu viku. Þegar þessi frétt er rituð kl. 9:00 hafa 3 menn forystu í mótinu snemma dags, en það eru Joost Luiten, Andy Sullivan, Guido Migliozzi og Mikko Korhonen; en margir eiga eftir að fara út þannig að staðan gæti breyst eftir því sem líður á daginn. Til þess að fylgjast með skori á skortöflu SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Margeir Ingi Rúnarsson – 10. júlí 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Margeir Ingi Rúnarsson. Margeir Ingi er fæddur 10. júlí 1994 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Margeir Ingi er í Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi og er nýbakaður klúbbmeistari klúbbsins.  Þetta var í 5. sinnið sem Margeir Ingi varð klúbbmeistari Mostra, en áður hefir hann hampað titlinum 2012, 2015, 2016 og 2018. Eins varð Margeir Ingi klúbbmeistari Golfklúbbsins Vestarr á Grundarfirði árið 2014 . Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan… Margeir Ingi Rúnarsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Murray Irwin „Moe“ Norman, f. 10. júlí 1929 – d. 4. september 2004 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2019 | 08:00

GB: Brynhildur og Arnór Tumi klúbbmeistarar 2019

Meistaramót Golfklúbbs Borgarness (GB) fór fram dagana 3.-6. júlí 2019. Þátttakendur, sem luku keppni voru 35 og kepptu þeir í 7 flokkum. Klúbbmeistarar GB 2019 eru þau Brynhildur Sigursteinsdóttir og Arnór Tumi Finnsson. Hér að neðan má sjá úrslit í öllum flokkum: Meistaraflokkur karla: 1 Arnór Tumi Finnsson GB 5 0 F 22 76 78 81 71 306 2 Jón Örn Ómarsson GB 6 5 F 35 87 76 80 76 319 3 Anton Elí Einarsson GB 5 10 F 47 79 89 82 81 331 4 Hilmar Þór Hákonarson GB 10 16 F 68 90 84 91 87 352 5 Finnur Jónsson GB 6 22 F 69 91 87 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2019 | 22:00

GMS: Helga Björg og Margeir Ingi klúbbmeistarar 2019

Meistaramót Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi fór fram dagana 3.-6. júlí sl. Þátttakendur, sem luku keppni, voru 15 og kepptu þeir í 3 flokkum. Klúbbmeistarar GMS 2019 eru þau Helga Björg Marteinsdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson. Sjá má öll úrslit hér að neðan:  Karlar: 1 Margeir Ingi Rúnarsson GMS 0 0 F 2 72 74 72 72 290 2 Sigursveinn P Hjaltalín GMS 7 9 F 34 77 88 76 81 322 3 Gunnar Björn Guðmundsson GMS 5 11 F 41 85 80 81 83 329 4 Gauti Daðason GMS 11 18 F 74 88 85 99 90 362 5 Einar Marteinn Bergþórsson GMS 20 28 F 125 96 113 104 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2019 | 20:00

Bjarki bestur í ísl. karlalandsliðinu

Íslenska karlalandsliðið hóf í dag keppni á Evrópumóti áhugamanna. Mótið fer fram á keppnisvelli Ljunghusen golfklúbbsins í Höllviken, Svíþjóð, dagana 9.-13. júlí 2019. Eftir 1. dag er Bjarki Pétursson, GB, búinn að spila best allra af íslenska karlalandsliðinu en sjá má frammistöðu allra í liðinu hér fyrir neðan: 7. sæti: Bjarki Pétursson, GKB 68 högg (-4) 29.-33. sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 72 högg (par) 29.-33.sæti: Gísli Sveinbergsson, GK 72 högg (par) 57.-67. sæti: Birgir Björn Magnússon, GK 75 högg (+3) 69.-77. sæti: Aron Snær Júlíusson, GKG 76 högg (+4) 85.89. sæti: Rúnar Arnórsson, GK 78 högg (+6) Ísland er í 6. sæti af alls 16 þjóðum á +3 samtals: Sjá Lesa meira