Undirbúningur Tiger f. Opna breska
Tiger vann 15. risatitil sinn s.l. apríl þegar hann sigraði á Masters risamótinu í 5. sinn. Í næstu viku á hann kost á að minnka muninn milli sín og risamótamets Jack Nicklaus, þ.e á Opna breska, sem fer fram á Royal Portrush á N-Írlandi. Tiger hefir fundið nýstárlega aðferð til þess að venja sjálfan sig við tímamismuninn; hann vaknar kl. 1 að nóttu. Það hefði nú verið skemmtilegra að sjá Tiger taka þátt í Opna skoska, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum, en margir stórkylfingar nota það mót til upphitunar fyrir Opna breska. Vonandi virkar aðferð Tiger og vonandi sjáum við hann meðal efstu sunnudaginn eftir viku!
GV: Volcano Open 2019 – Úrslit
Dagana 5.-6. júlí sl. fór hið víðfræga Icelandair Volcano Open fram. Þátttaka í mótinu var með besta móti og Vestmannaeyjavöllur skartaði sínu fegursta. Keppnisformið var punktakeppni og keppendur 155, 101 karlkylfingur og 54 kvenkylfingar. Sem fyrr var mótið flokkaskipt – keppt í 2 forgjafarflokkum karla og kvenna. Í 1. flokki karla sigraði heimamaðurinn Örlygur Helgi Grímsson, GV, á samtals 77 punktum. Í 2. flokki karla sigraði annar Eyjamaður Sigursveinn Þórðarson, GV, á glæsilegum 80 punktum. í 1. flokki kvenna sigraði GR-ingurinn Helga Sigurðardóttir léttilega á 55 punktum, en hún var eini keppandinn í 1. flokki kvenna. Í 2. flokki kvenna var sigraði heimakonan Elsa Valgeirsdóttir, GV, á glæsilegum 80 punktum!!! Lesa meira
Kaymer m/kærustunni
Enska sjónvarpskonan Melanie Sykes, 48 ára, kom í fyrsta skipti opinberlega fram með kærasta sínum, þýska kylfingnum og Ryder Cup stjörnunni Martin Kaymer, sem er 14 árum yngri þ.e. 34 ára. Þau sáust á Wimledon, þar sem þau voru að fylgjast með tennis. Í yfir 3 ár hefir mikið verið rætt um samband þeirra, sem farið hefir leynt, en fréttir af þeim tveimur sem hugsanlegu pari tóku fyrst að birtast af einhverri alvöru í febrúar á sl. ári. Skv. ónafngreindum heimildarmönnum MailOnline hafa Melanie og Martin átt í ástarsambandi, sem þau hafa þau hafa eins og áður segir reynt að halda leyndu. Melanie, sem er tveggja barna móðir, hefir verið gift Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Dagbjört Rós Hermundsdóttir – 9. júlí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Dagbjört Rós Hermundsdóttir. Dagbjört Rós er fædd 9. júlí 1979 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Dagbjört Rós er í Golfklúbbi Sauðárkróks, Skagafirði (GSS). Komast má á facebook síðu Dagbjartar Rós til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan Dagbjört Rós Hermundsdóttir (40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Scott Verplank, 9. júlí 1964 (55 ára); Heiðrún Jónsdóttir, 9. júlí 1969 (50 ára); Hafliði Kristjánsson, 9. júlí 1970 (49 ára); Kristinn Þór Guðmundsson, 9. júlí 1972 (47 ára); Richard Finch, 9. júlí 1977 (42 ára); Asinn Sportbar (42 ára); Aðalsteinn Leifsson, Lesa meira
Lincicome eignaðist dóttur
Bandaríski LPGA kylfingurinn Brittany Lincicome, 33 ára, eignaðist dóttur, 8 vikum fyrir tímann. Um fæðingu dóttur sína ritaði Lincicome eftirfarandi á Instagram: „So our little bundle of joy decided she didn’t want to wait anymore to make her grand entrance. I flew to Chicago for an outing yesterday and she came today at 3:50pm. She is exactly 8 weeks early. So we need some prayers for her. So far she is doing awesome 💗💗💗 Everyone meet Emery Reign Gouws. She is 4 pounds 11 ounces. Mommy and daddy @dewald_gouws love you so much “ (Lausleg þýðing: Litli gleðigjafinn okkar ákvað að hún vildi ekki bíða lengur með stóru innkomuna sína. Lesa meira
GHD: Marsibil og Sigurður Jörgen klúbbmeistarar 2019
Meistaramót Golfklúbbsins Hamars á Dalvík (GHD) fór fram á Arnarholtsvelli dagana 1.-6. júlí 2019. Þátttakendur, sem luku keppni, voru 25 og kepptu þeir í 5 flokkum. Klúbbmeistarar GHD 2019 eru þau Marsibil Sigurðardóttir og Sigurður Jörgen Óskarsson. Sjá má úrslit í öllum flokkum hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Sigurður Jörgen Óskarsson GHD 8 15 F 64 90 82 87 85 344 2 Gústaf Adolf Þórarinsson GHD 13 17 F 84 89 96 92 87 364 3 Haukur Snorrason GHD 12 23 F 86 88 95 90 93 366 Meistaraflokkur kvenna: 1T Marsibil Sigurðardóttir GHD 15 29 F 97 96 93 89 99 377 1T Indíana Auður Ólafsdóttir GHD 19 Lesa meira
GHG: Þuríður og Elvar Aron klúbbmeistarar 2019
Meistaramót Golfklúbbs Hveragerðis (GHG) fór fram dagana 3.-6. júlí 2019. Þátttakendur, sem luku keppni, voru 41 og léku þeir í 8 flokkum. Klúbbmeistarar GHG 2019 eru þau Þuríður Gísladóttir og Elvar Aron Hauksson. Þess mætti geta að lokahringur Elvars Arons í mótinu var sérlega glæsilegur en hann lék Gufudalsvöll á 66 höggum!!! Sjá má öll úrslit í meistaramóti Hveragerðis hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Elvar Aron Hauksson GHG 1 -6 F 10 83 77 66 226 2 Einar Lyng Hjaltason GHG 1 8 F 12 72 76 80 228 3 Þorsteinn Ingi Ómarsson GHG 0 6 F 13 79 72 78 229 4 Guðjón Helgi Auðunsson GHG 3 6 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Julie Yang ———-– 8. júlí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Julie Yang. Hún er fædd 8. júlí 1995 og á því 24 ára afmæli í dag. Sjá má kynningu á Golf 1 á Julie með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mimmo Lobello, 8. júlí 1970 (49 ára); Juan Carlos Rodriguez, 8. júlí 1975 (44 ára); Einar Ásgeir Hoffman Guðmundsson, 8. júlí 1997 (22 ára); Svava Grímsdóttir …. og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
GL: Opna Guiness 2019 – Úrslit
Opna Guinness mótið var haldið á Garðavelli laugardaginn 6.júlí í blíðskapar veðri og við mjög góðar vallaraðstæður. Það voru 174 kylfingar sem tóku þátt. Helstu úrslit voru eftirfarandi: 1.sæti, Skagafréttir Tæknisvið (Þórólfur Ævar Sigurðsson GL/Ísak Örn Elvarsson GOT), 59 högg nettó 2.sæti, HM (Halldór Einir Smárason GG/Guðmundur Ingvi Einarsson GJÓ), 60 högg nettó, 31 högg á seinni
LPGA: Feng sigraði á Thornberry
Það var Shanshan Feng, sem sigraði á Thornberry Creek LPGA Classic. Feng lék á samtals 29 undir pari, 259 höggum (64 – 67 – 65 – 63). Fyrir sigur í mótinu hlaut Feng $ 300.000 (sem er minna en 1/3 af því sem sigurvegarar á PGA Tour og Evróputúrnum hlutu í sigurlaun fyrir sigra sína!) Í 2. sæti varð thaílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn aðeins 1 höggi á eftir Feng. Til þess að sjá lokastöðuna á Thornberry Creek LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:










