Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2019 | 20:00

Bjarki bestur í ísl. karlalandsliðinu

Íslenska karlalandsliðið hóf í dag keppni á Evrópumóti áhugamanna.

Mótið fer fram á keppnisvelli Ljunghusen golfklúbbsins í Höllviken, Svíþjóð, dagana 9.-13. júlí 2019.

Eftir 1. dag er Bjarki Pétursson, GB, búinn að spila best allra af íslenska karlalandsliðinu en sjá má frammistöðu allra í liðinu hér fyrir neðan:

7. sæti: Bjarki Pétursson, GKB 68 högg (-4)
29.-33. sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 72 högg (par)
29.-33.sæti: Gísli Sveinbergsson, GK 72 högg (par)
57.-67. sæti: Birgir Björn Magnússon, GK 75 högg (+3)
69.-77. sæti: Aron Snær Júlíusson, GKG 76 högg (+4)
85.89. sæti: Rúnar Arnórsson, GK 78 högg (+6)

Ísland er í 6. sæti af alls 16 þjóðum á +3 samtals:

Sjá má stöðuna á EM áhugamanna (karla) með því að SMELLA HÉR:

Í aðalmyndaglugga: Íslenska karlalandsliðið f.v. Birgir Björn Magnússon, Aron Snær Júlíusson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Rúnar Arnórsson, Bjarki Pétursson, Gísli Sveinbergsson, Ólafur Björn Loftsson liðsstjóri. Mynd: GSÍ