Afmæliskylfingur dagsins: Ian Stanley Palmer – 13. júlí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Ian Stanley Palmer, frá Suður-Afríku. Hann er fæddur 13. júlí 1957 og á því 62 ára afmæli í dag. Palmer gerðist atvinnumaður í golfi 1981 og hefir síðan þá bæði sigraði á Sólskinstúrnum þ.e. 3 sinnum og á Evróputúrnum, tvisvar. Í Suður-Afríku er hann í hinum fræga golfklúbbi Bloemfontein. Hann kvæntist konu sinni Louise 1987 og eiga þau tvö börn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sumarlína Ehf (89 ára) og Sóley Elíasdóttir, f, 13. júlí 1967 (52 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira
LET Access: Guðrún Brá á 3. hring – FYLGIST M/HÉR:
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, komst í gegnum niðurskurð á móti vikunnar á LET Access mótaröðinni; Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open 2019, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Guðrún Brá er búin að spila á samtals 3 yfir pari (74 69) og er T-25 eftir 2. keppnisdag mótsins. Guðrún Brá er að spila 3. hring á mótinu og er á 1 yfir pari, þegar hún á eftir 5 holur af 1. hring. Forystukona 2. hrings var enski kylfingurinn Rachael Goddall, en hún kom í hús í gær á lægsta skori í sögu LET Access, 61 höggi og er samtals búin að spila á 9 undir pari Lesa meira
50+ kvennalandsliðið tók bronsið
Íslenska landsliðið skipað +50 ára og eldri í kvennaflokki endaði í 3. sæti á Evrópumóti eldri kylfinga (ESGA). Mótið fór fram á Binowo Park Golf Club í Póllandi. Liðið var þannig skipað: Magdalen Sirrý liðstjóri, Kristín Sigurbergsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Guðrún Garðars, María Guðnadóttir og Ragnheiður Sigurðardóttir. Sjá má lokastöðuna á Evrópumóti eldri kylfinga (ESGA) með því að SMELLA HÉR:
PGA: Vegas leiðir í hálfleik
Það er Jhonattan Vegas frá Venezuela, sem er í efsta sæti í hálfleik á John Deere Classic, móti vikunnar á PGA. Vegas er búinn að spila á 13 undir pari, 129 höggum (67 62). Fast á hæla Vegas eru bandarísku kylfingarnir Andrew Landry (í 2. sæti á samtals 12 undir pari) og Lucas Glover (í 3. sæti á samtals 11 undir pari). Mótið fer fram í Silvis, Illinois. Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Ólafía náði niðurskurði!!!
Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR komst í gegnum niðurskurð á Marathon Classic presented by Dana. Rétt svo því 7 högga sveifla var milli 1 og 2 hrings hennar, en hún lék 2. hringinn á 4 yfir pari, 75 höggum, þar sem hún fékk 1 fugl, 12 pör og 5 skolla, en þann fyrri á 3 undir pari, 68 höggum. Ólafía Þórunn spilaði því samtals á 1 yfir pari, 143 höggum (68 75) og það var það sem þurfti, en niðurskurður miðaðist við 1 yfir par eða betur. Sem stendur er Ólafía Þórunn T-69. Í efsta sæti í mótinu sem stendur er Sei Young Kim á samtals 11 undir pari, 131 Lesa meira
Evróputúrinn: 3 leiða á Opna skoska í hálfleik
Það eru 3 kylfingar sem leiða á Opna skoska þegar mótið er hálfnað: Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, enski kylfingurinn Lee Slatery og Erik Van Rooyen frá S-Afríku. Allir hafa þessir 3 spilað á samtals 14 undir pari, 128 höggum; Slatery og Van Royen (64 64) en Wiesberger (67 61); átti eins og sjá má stórglæsilegan 2. hring upp á 61 högg. Tveir kylfingar deila 4. sætinu og eru 2 höggum á eftir forystumönnunum á samtals 12 undir pari, hvor en þetta eru Henrik Stenson og Ítalinn Nino Bertasio. Til þess að sjá hápunkta Opna skoska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Opna skoska að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:
NGL: Guðmundur Ágúst sigraði!!!
Guðmundur Ágúst Kristjánsson , GR, sigraði á Svea Leasing Open, móti vikunnar á Nordic Golf League (NGL) mótaröðinni. Þetta er 3. sigur Guðmundar Ágústs í ár á NGL og hefir hann þar með tryggt sér sæti í 2. deildinni í Evrópu á næsta ári þ.e. á Challenge Tour (ísl: Áskorendamótaröð Evrópu)!!! Stórglæsilegt hjá Guðmundi Ágústi!!! Sigurskor Guðmundar Ágústs var 16 undir pari, 200 högg (66 67 67) – átti eins og sjá má 3 glæsihringi, alla vel undir 70!!!! Sigur Guðmundar Ágústs var sannfærandi því hann átti heil 4 högg á næsta mann Svíann Jonathan Ågren, sem var á samtals 12 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Svea Leasing Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Inbee Park ——— 12. júlí 2019
Afmæliskylfingur dagsins er Inbee Park (kóreanska: 박인비, Hanja: 朴仁妃). Inbee er fædd 12. júlí 1988 og er því 31 árs í dag. Til þess að kynnast afmæliskylfingnum aðeins nánar má sjá eldri kynningargrein Inbee af Golf1 SMELLIÐ HÉR: Sem stendur er Inbee nr. 5 á Rolex-heimslista kvenna, en hefir áður trónað í efsta sætinu! Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru Paul Runyan, f. 14. júlí 1908 – d. 17. mars 2002 (hefði orðið 111 ára); Robert Allenby, 12. júlí 1971 (48 ára); Alexander Norén, 12. júlí 1982 (37 ára); Sophie Giquel-Bettan, 12. júlí 1982 (37 ára); Isabella Ramsay (sænsk) 12. júlí 1987 (32 ára); Tristan Arnar Beck, 12. júlí 2002 (17 Lesa meira
PGA: Diaz efstur á John Deere Classic e. 1. dag
Það er mexíkanski kylfingurinn Roberto Diaz sem er efstur eftir 1. dag á móti vikunnar á PGA Tour, John Deere Classic. Diaz kom í hús á 9 undir pari, 62 glæsihöggum. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Diaz með því að SMELLA HÉR: Fast á hæta hans koma bandarísku kylfingarnir Russell Henley og Adam Long, báðir á 7 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR:
Strákarnir okkar sigruðu Tékka
Íslenska golfkarlalandsliðið bar sigurorð af Tékkum í undanúrslitum í B-riðli EM áhugamanna. Sigraði sveit Íslands lið Tékka 4&1. Í fjórmenningsviðureigninni unnu Birgir Björn Magnússon GK og Gísli Sveinbergsson GK þá Petr Janik og Krystof Strycek og fór leikar á 19. holu. Í tvímenningnum sigraði Rúnar Arnórsson, GK, Matayas Zapletal 2&0. Aron Snær Júlíusson, GKG sigraði Jakub Bares 1&0. Dagbjartur Sigurbrandsson GR sigraði Simon Zach 2&1. Bjarki Pétursson, GB, tapaði viðureign sinni fyrir Jiri Zuska 2&1. Íslenska karlalandsliðið er í 11. sæti á EM áhugamanna eftir 2. keppnisdag. Sjá má stöðuna á EM áhugamanna með því að SMELLA HÉR:










