Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2019 | 21:00

LET Access: Guðrún Brá T-42 e. 1. dag á Spáni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék á +4 , 74 höggum á fyrsta keppnisdegi Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open 2019, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Á hringnum fékk Guðrún Brá 1 fugl, 13 pör, 3 skolla og 1 skramba og er hún T-42 eftir 1. keppnisdag, þ.e. deilir 42. sæti með 3 öðrum kylfingum.

Í efsta sæti eftir 1. dag er heimakonan Lucrezia Colombotto Rosso, sem kom í hús á 4 undir pari, 66 höggum. Sjá má kynningu Golf 1 á Colombotto Rosso með því að SMELLA HÉR: 

Mótið fer fram á Augas Santas Balneario & Golf Resort við Lugo á Spáni, dagana 11.-13. júlí 2019.

Mótaröðin, LET Access, er næst sterkasta mótaröð Evrópu hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki.