Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR and LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2019 | 18:00

LPGA: Ólafía T-20 e. 1. dag Marathon Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, er jöfn 8 öðrum kylfingum, sem allar eru í 20. sæti eftir 1. keppnisdag Marathon Classic Presented by Dana, sem er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni.

Mótið fer fram í Sylvania, Ohio, dagana 11.-14. júlí 2019.

Ólafía lék 1. hringinn á 3 undir pari, 68 höggum.

Skorkortið var nokkuð skrautlegt, en á hringnum fékk Ólafía 6 fugla, 10 pör, 1 skolla og 1 skramba.

Efstar eftir 1. dag eru þær Youngin Chun frá S-Kóreu og Alena Sharp frá Kanada, en þær komu báðar í hús á 7 undir pari, 64 höggum.

Sjá má stöðuna á Marathon Classic að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: