Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2019 | 14:00

GKG: Haraldur fékk ás!

Haraldur Sæmundsen, keppandi í 2. flokki karla á meistaramóti GKG gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 13. braut á Leirdalsvelli fimmtudaginn 11. júlí sl. Haraldur notaði 4 járn í draumahöggið og sló boltann í léttan hægri sveig, eða með fade eins og sagt er á fagmáli. Boltinn hoppaði tvisvar á flötinni og síðan heyrðist vel þegar kúlan small í stönginni. Þar sem 13. flötin er töluvert fyrir ofan teiginn þá sást ekki hvar boltinn hafði endað. Það var því spennuþrunginn göngutúr að flötinni til að sjá hver útkoman var, en síðan bárust fagnaðarlætin yfir allan dalinn af þessum hæsta punkti Garðabæjarhluta vallarins. Golf 1 óskar Haraldi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2019 | 10:57

GR: Eva Karen og Hákon Örn klubbmeistarar 2019

Meistaramót hjá elsta golfklúbbi landsins GR fór fram dagana 6.-13. júlí og lauk í gær. Klúbbmeistarar GR 2019 eru þau Eva Karen Björnsdóttir og Hákon Örn Magnússon. Sjá má úrslit úr meistaraflokki GR hér að neðan, en úrslitafréttir annarra flokka birtast síðar hér á Golf1: Meistaraflokkur karla: 1 Hákon Örn Magnússon GR 1 0 F -4 70 70 69 71 280 2 Viktor Ingi Einarsson GR -1 1 F 0 73 70 69 72 284 3 Arnór Ingi Finnbjörnsson GR 1 3 F 1 71 70 70 74 285 4 Jóhannes Guðmundsson GR -1 5 F 5 73 71 69 76 289 T5 Stefán Már Stefánsson GR 2 -1 F Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2019 | 10:30

GO: Hrafnhildur og Rögnvaldur klúbbmeistarar 2019

Meistaramót GO fór fram í dagana 6.-13. júlí 2019 og lauk í gær. Klúbbmeistarar GO 2019 eru Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Rögnvaldur Magnússon. Sjá má úrslitin í meistaraflokki karla og kvenna hér að neðan, en öðrum flokkum verður gerð skil síðar. Meistaraflokkur kvenna: 1 Hrafnhildur Guðjónsdóttir GO 9 9 F 25 40 41 39 36 156 Meistaraflokkur karla: 1 Rögnvaldur Magnússon GO 3 1 F 11 36 36 36 38 146 (eftir bráðabana) 2 Bjarki Þór Davíðsson GO 8 12 F 32 39 43 32 32 146 3 Skúli Ágúst Arnarson GO 8 14 F 39 35 36 37 31 139 4 Ottó Axel Bjartmarz GO 7 15 F 43 28 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2019 | 10:00

GKB: Margrét og Andri Jón klúbbmeistarar 2019

Margrét Geirsdóttir og Andri Jón Sigurbjörnsson eru klúbbmeistarar GKB 2019. Meistaramóti klúbbsins lauk á Kiðjabergsvelli í gær (13. júlí 2019) og þótti takast vel og var veðrið gott alla keppnisdagana. Lokahóf fór fram í golfskálanum í gærkvöldi og þar voru verðlaun afhent. Brynhildi Sigursteinsdóttir var í lokahófinu afhentur háttvísibikar GKB. Andri Jón var með nokkra yfirburði í meistaflokki karla, og var 9 höggum á undan Haraldi Þórðarsyni, sem varð annar. Keppnin var meira spennandi um efsta sætið í kvennaflokki milli Margrétar og Brynhildar Sigursteinsdóttur, en svo fór að Margrét vann með fjögurra höggga mun. Gunnar Guðjónsson sigraði í flokki karla með 7,6 – 14,4 í forgjöf. Hann og Magnús Þór Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2019 | 07:00

PGA: Tveir á toppnum f. lokahring John Deere

Það eru tveir bandarískir kylfingar, sem deila forystunni fyrir lokahring John Deere Classic: Andrew Landry og Cameron Tringale. Landry er ekki sá þekktasti á Túrnum og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Báðir hafa þeir Landry og Tringale spilað á 16 undir pari, 197 höggum; Landry (65 65 67) og Tringale (66 66 65). Bill Haas og Adam Schenk deila 3. sætinu fyrir lokahringinn, báðir aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum, á samtals 15 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR:  Í aðalmyndaglugga: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2019 | 23:00

GK: Anna Sólveig og Daníel Ísak klúbbmeistarar 2019

Meistaramót Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði fór fram dagana 7.-13. júlí og lauk í gær. Þátttakendur í ár, sem luku keppni voru 341 og kepptu þeir í 25 flokkum. Klúbbmeistarar Keilis 2019 eru þau Anna Sólveig Snorradóttir og Daníel Ísak Steinarsson. Sjá má úrslit í öllum flokkum hér að neðan að undanskildum úrslitum í barna- og öldungaflokkum, sem sér grein verður gerð fyrir: Meistaraflokkur karla: 1 Daníel Ísak Steinarsson GK 0 2 F -3 69 71 68 73 281 2 Björgvin Sigurbergsson GK 1 -3 F -1 71 76 68 68 283 3 Vikar Jónasson GK 0 2 F 4 71 75 69 73 288 4 Henning Darri Þórðarson GK 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2019 | 22:00

GK: Úrslit í barnafl. meistaramótsins 2019

Meistaramót Golfklúbbsins Keilis fór fram dagana 7.- 13. júlí og lauk í gær. Þátttakendur í ár, sem luku keppni voru 341 talsins og kepptu þeir í 25 flokkum. Þátttakendur í almennum flokkum voru 205 (10 flokkar), í öldungaflokki 100 (6 flokkar) og í barnaflokki 36 (9 flokkar). Yngstu flokkarnir (10 ára og yngri) kepptu á Sveinkotsvelli; keppendur 12 ára áttu val um hvort keppt væri á Sveinkotsvelli eða Hvaleyrinni.  Eins var keppnisfyrirkomulagið tvennskonar: höggleikskeppni og punktakeppni. Elstu flokkarnir kepptu á Hvaleyrinni. Sjá má úrslit hér að neðan í barna- og unglingaflokkum GK 2019, en keppt var í 9 flokkum ( 10 ára og yngri Sveinkot hnátu- og hnokkaflokkar; 12 ára Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2019 | 21:00

GK: Úrslit í öldungafl. meistaramótsins

Meistaramót Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði fór fram dagana 7.-13. júlí 2019 og lauk því í gær. Alls voru þátttakendur, sem luku keppni 341 og kepptu þeir í 25 flokkum. Í almennum flokkum voru keppendur 205 (10 flokkar); í öldungaflokki 100 (6 flokkar) og í barnaflokkum 36 (9 flokkar). Hér að neðan má sjá úrslit í öldungaflokkum, en keppt var í 6 flokkum og keppnisfyrirkomulagið tvennskonar: annars vegar höggleikur og hins vegar punktakeppni: Karlar 50-64 ára / höggleikur:  1 Guðlaugur Georgsson GK 4 3 F 15 76 78 74 228 2 Kristján V Kristjánsson GK 5 6 F 21 81 76 77 234 3 Guðmundur Karlsson GK 8 8 F 22 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2019 | 20:00

Golfgrín á laugardegi 2019 (28)

Two dim-witted golfers were teeing off on a foggy par-3. They could see the flag, but not the green. The first golfer hit his ball into the fog, and the second golfer does the same. They proceed to the green to try and find their balls. One ball was about six feet from the cup while the other found its way into the cup for a hole-in-one. Both were playing the same type of ball, a Titleist 2, and couldn’t determine which ball was which. They decided to ask the golf pro to decide their fate. After congratulating both golfers on their fine shots, the golf pro asked, “Which one Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2019 | 16:15

LET Access: Guðrún Brá varð T-26

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK deildi 26. sætinu á móti vikunnar á LET Access með 2 öðrum kylfingum; áhugamanninum Linu Belmati frá Svíþjóð og Franzisku Friedrich frá Þýskalandi. Guðrún Brá lék 3. og lokahringinn á 1 yfir pari, 71 höggi. Samtals lék Guðrún Brá á 4 yfir pari, 214 höggum (74 69 71). Sigurvegari mótsins var Rachel Goddard en hún lék á samtals 11 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open 2019 með því að SMELLA HÉR: