Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2019 | 07:00

PGA: Tveir á toppnum f. lokahring John Deere

Það eru tveir bandarískir kylfingar, sem deila forystunni fyrir lokahring John Deere Classic: Andrew Landry og Cameron Tringale.

Landry er ekki sá þekktasti á Túrnum og má sjá eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Báðir hafa þeir Landry og Tringale spilað á 16 undir pari, 197 höggum; Landry (65 65 67) og Tringale (66 66 65).

Bill Haas og Adam Schenk deila 3. sætinu fyrir lokahringinn, báðir aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum, á samtals 15 undir pari, hvor.

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á John Deere Classic SMELLIÐ HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Cameron Tringale.