Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2019 | 14:00

GKG: Haraldur fékk ás!

Haraldur Sæmundsen, keppandi í 2. flokki karla á meistaramóti GKG gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 13. braut á Leirdalsvelli fimmtudaginn 11. júlí sl.

Haraldur notaði 4 járn í draumahöggið og sló boltann í léttan hægri sveig, eða með fade eins og sagt er á fagmáli.

Boltinn hoppaði tvisvar á flötinni og síðan heyrðist vel þegar kúlan small í stönginni.

Þar sem 13. flötin er töluvert fyrir ofan teiginn þá sást ekki hvar boltinn hafði endað.

Það var því spennuþrunginn göngutúr að flötinni til að sjá hver útkoman var, en síðan bárust fagnaðarlætin yfir allan dalinn af þessum hæsta punkti Garðabæjarhluta vallarins.

Golf 1 óskar Haraldi innilega til hamingju með draumahöggið!!!