Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2019 | 10:00

GKB: Margrét og Andri Jón klúbbmeistarar 2019

Margrét Geirsdóttir og Andri Jón Sigurbjörnsson eru klúbbmeistarar GKB 2019. Meistaramóti klúbbsins lauk á Kiðjabergsvelli í gær (13. júlí 2019) og þótti takast vel og var veðrið gott alla keppnisdagana. Lokahóf fór fram í golfskálanum í gærkvöldi og þar voru verðlaun afhent. Brynhildi Sigursteinsdóttir var í lokahófinu afhentur háttvísibikar GKB.

Andri Jón var með nokkra yfirburði í meistaflokki karla, og var 9 höggum á undan Haraldi Þórðarsyni, sem varð annar. Keppnin var meira spennandi um efsta sætið í kvennaflokki milli Margrétar og Brynhildar Sigursteinsdóttur, en svo fór að Margrét vann með fjögurra höggga mun.

Gunnar Guðjónsson sigraði í flokki karla með 7,6 – 14,4 í forgjöf. Hann og Magnús Þór Haraldsson voru jafnir á besta skori og þurfti því bráðabana sem þeir léku á 18. braut. Gunnar setti niður 20 metra pútt fyrir fugli og tryggði þannig sigurinn. Pálmi Þór Pálmason varð í þriðja sæti, aðeins tveimur höggum á eftir.

Jens Magnús Magnússon sigraði nokkuð örugglega í flokki karla með 14,5 – 18,1 í forgjöf. Þar var spiluð 36 holu punktakeppni.

Stefán Vagnsson varð efstur í flokki karla með forgjöf 20,5 – 36, en þar var spiluð punktakeppni eins og í kvennaflokki með forgjöf 20,5 – 36. Þar sigraði Inga Dóra Sigurðardóttir.

Í opnum flokki karla í 36 holu punktakeppni sigraði Ottó Guðjónsson, Atli Geir Gunnarsson varð annar og Þröstur Már Sigurðsson þriðji. Í opnum flokki kvenna varð Sigrún Sjöfn Helgadóttir efst, Helga Dóra Ottósdóttir önnur og Björg Jónsdóttir þriðja.

Jón Ásgeir Eyjólfsson, fyrrum forseti GSÍ, stóð uppi sem sigurvegari í öldungaflokki, en þar var 36 holu punktakeppni. Gestur Jónsson varð annar og Skúli Hróbjartsson þriðji.

Gunnar Þór Heimisson sigraði í drengjaflokki 15 ára og yngri. Jón Ívar Þórólfsson varð annar og Ásþór S. Ragnarsson þriðji. Þá varð Elísabet Ólafsdóttir klúbbmeistari í flokki stúlkna 15 ára og yngri.

Brynhildur fékk háttvísibikarinn
Brynhildi Sigursteinsdóttir var í lokahófinu afhentur háttvísibikar GKB að þessu sinni. Hún hefur spilað í sveitum klubbsins árum saman og tekið virkan þátt í starfi klubbsins.

Þátttakendur voru 71 og keppt í 12 flokkum. Sjá öll úrslit hér fyrir neðan:

Meistaraflokkur karla (0-7.5);
1 Andri Jón Sigurbjörnsson 81 73 80 79 = 313
2 Haraldur Þórðarson 86 82 78 76 = 322
3 Árni Gestsson 84 79 84 80 = 327
4 Halldór Heiðar Halldórsson 79 77 89 85 = 330
5 Snorri Hjaltason 81 82 86 83 = 332
6 Sveinn Snorri Sverrisson 81 83 85 91 = 340

Karlar = 7,6-14.4:
1 Gunnar Guðjónsson 86 88 84 85 = 343 (eftir bráðabana)
2 Magnús Þór Haraldsson 84 93 88 78 = 343
3 Pálmi Þór Pálmason 89 90 87 79 = 345
4 Ólafur Arinbjörn Sigurðsson 85 93 82 86 = 346
5 Gunnar Þorláksson 88 89 86 92 = 355
6 Jón Bjargmundsson 89 84 94 94 = 361
7 Börkur Arnviðarson 89 97 90 89 = 365
8 Jóhann Ásgeir Baldurs 89 99 89 96 = 373
9 Helgi Þór Jóhannsson 96 87 101 91 = 375

Karlar = 14.5-18,1
1 Jens Magnús Magnússon 93 85 98 88 = 364
2 Ágúst Friðgeirsson 98 91 95 96 = 380
3 Árni Jóhannesson 98 99 102 112 = 411

Konur 0-20,4
1 Margrét Geirsdóttir 94 76 88 85 = 343
2 Brynhildur Sigursteinsdóttir 88 89 83 87 = 347
3 Regína Sveinsdóttir 89 90 97 92 = 368
4 Theodóra Stella Hafsteinsdóttir 89 95 86 99 = 369
5 Þuríður Ingólfsdóttir 91 94 91 94 = 370
6 Guðný Kristín S Tómasdóttir 93 89 97 93 = 372
7 Áslaug Sigurðardóttir 100 94 93 94 = 381
8 Guðrún Sigríður Eyjólfsdóttir 101 103 101 96 = 401
9 Unnur Jónsdóttir GKB 109 101 99 100 = 409

Karlar = 18,2-36
1 Stefán Vagnsson 32 32 31 32 = 127 punktar
2 Snjólfur Ólafsson 25 38 22 35 = 120
3 Þórólfur Jónsson 26 32 30 31 = 119

Konur 20.5 – 36
1 Inga Dóra Sigurðardóttir = 128
2 Sigrún A Þorsteinsdóttir = 114

Karlar = 14.5-18,1
1 Jens Magnús Magnússon 138
2 Ágúst Friðgeirsson 124
3 Árni Jóhannesson 98

Öldungar
1 Jón Ásgeir Eyjólfsson 31 33 = 64
2 Gestur Jónsson 28 34 = 62
3 Skúli Hróbjartsson 33 27 = 60
T4 Gissur Rafn Jóhannsson 29 30 = 59
T4 Anna Skúladóttir 31 28 = 59
6 Gunnar Þorsteinsson 29 28 = 57
7 Baldur Dagbjartsson 29 27 = 56
T8 Steinn Guðmundur Ólafsson 27 26 = 53
T8 Guðmar Sigurðsson 30 23 = 53
T10 Árni Vilhjálmsson 23 29 = 52
T10 Brynjólfur Árni Mogensen 27 25 = 52
12 Jón Valgeir Guðmundsson 23 28 = 51
13 Pálmi Kristmannsson 28 22 = 50
T14 Sigurður Sveinbjörnsson 24 24 = 48
T14 Óli Magnús Lúðvíksson 28 20 = 48
16 Sigurður Björgvinsson 20 25 = 45
17 Ingigerður Eggertsdóttir 24 18 = 42

Drengir 15 ára og yngri:
1 Gunnar Þór Heimisson 34 39 = 73
2 Jón Ívar Þórólfsson 34 30 = 64
3 Ásþór Sigur Ragnarsson 31 32 = 63
4 Óliver Elís Hlynsson 30 30 = 60

Telpur 15 ára og yngri
1 Elísabet Ólafsdóttir 22 27 = 49

Allar konur (punktakeppni)
1 Sigrún Sjöfn Helgadóttir 28 28 = 56
2 Helga Dóra Ottósdóttir 26 21 = 47
3 Björg Jónsdóttir 25 21 = 46
4 Gunnhildur Sif Valgarðsdóttir 21 24 = 45
5 Kristín Björg Eysteinsdóttir 17 26 = 43

Allir karlar (punktakeppni):
1 Ottó Guðjónsson 39 31 = 70
2 Atli Geir Gunnarsson 30 34 = 64
3 Þröstur Már Sigurðsson 32 29 = 61
4 Þráinn Karlsson 24 35 = 59
5 Logi Þórólfsson 36 20 = 56
6 Magnús Arnarson 23 32 = 55
7 Theódór Skúli Halldórsson 27 27 = 54
8 Ómar Helgi Björnsson 26 24 = 50
9 Guðni Björnsson 22 22 = 44