Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: Í einkaeigu
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2019 | 16:15

LET Access: Guðrún Brá varð T-26

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK deildi 26. sætinu á móti vikunnar á LET Access með 2 öðrum kylfingum; áhugamanninum Linu Belmati frá Svíþjóð og Franzisku Friedrich frá Þýskalandi.

Guðrún Brá lék 3. og lokahringinn á 1 yfir pari, 71 höggi.

Samtals lék Guðrún Brá á 4 yfir pari, 214 höggum (74 69 71).

Sigurvegari mótsins var Rachel Goddard en hún lék á samtals 11 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open 2019 með því að SMELLA HÉR: