Styrktarmót fyrir Andra Þór í golfhermi
Atvinnumaðurinn og GR-ingurinn Andri Þór Björnsson, mun þann 1. febrúar n.k. standa fyrir styrktarmóti sér til handa hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum. Mótið mun fara fram í golfhermi og eru glæsilegir vinningar m.a. kr. 45.000,- inn á golfferð Andri Þór hefir á undanförnum misserum keppt á Nordic League mótum, oft með góðum árangri Hann var einnig einn 3 íslenskra kylfinga sem komst á lokastig úrtökumóts fyrir Evróputúrinn og vantaði aðeins herslumuninn að hann næði inn á bestu karlgolfmótaröð í Evrópu. Andri tekur við skráningum í styrktarmótið í s.: 616-7542 og eins er hægt að skrá sig í í síma Golfklúbbsins í Holtagörðum 820-9111. Einng má komast inn á facebook síðu klúbbsins Lesa meira
Saga lauk keppni T-21 í Chile!
Saga Traustadóttir, GR, lauk keppni T-21 á áhugamannamóti Suður-Ameríku, eða þ.e. Abierto Sudamericano Amateur 2020 Damas. Mótið fór Santiago, Chile, dagana 9.-12. janúar 2020 og lauk í dag. Saga lék á samtals 19 yfir pari, 207 höggum (74 83 78 72). Sigurvegari í kvennaflokki varð María José Bohorquez, frá Kólombíu, sem lék á samtals 4 undir pari og var sú eina í kvennaflokki sem í heildina lék undir pari. Sjá má lokastöðuna í kvennaflokki á áhugamannamóti Suður-Ameríku með því að SMELLA HÉR:
Rúnar lauk keppni T-30 í Chile
Rúnar Arnórsson, GK tók þátt í suður-ameríska áhugamannamótinu, þ.e. Abierto Sudamericano Amateur 2020 Caballeros sem fram fór í Santiago, Chile, dagana 9.-12. janúar 2020 og lauk í dag. Rúnar lék á samtals 9 yfir pari, 297 höggum (72 72 76 77). Sigurvegari í mótinu í karlaflokki varð heimamaðurinn Benjamin Saiz-Wenz, frá Santiago, Chile, sem lék á samtals 11 undir pari. Sjá má lokastöðuna á suður-ameríska áhugamannamótinu með því að SMELLA HÉR:
PGA: Steele efstur f. lokahring Sony Open
Brendan Steele er einn efstur á Sony Open fyrir lokahringinn á Hawaii, eftir frábæran 3. hring upp á 64 högg en er samtals á 12 undir pari. Steele sem hefir þrívegis unnið á PGA Tour, byrjaði samt 3. hringinn illa; fékk skolla á 3. og 4. holu; en fugl á 5. holu kom honum aftur í gírinn. Hann fékk síðan örn á par-5 9. holuna. Á seinni 9 fékk Steele svo 5 fugla og glæsilegur 6 undir pari, 64 högga hringur staðreynd. Staða efstu manna á Sony Open er eftirfarandi -12 Steele -9 Smith -8 Kisner -7 Simpson, Morikawa, Palmer Sjá má stöðuna á Sony Open að öðru leyti með Lesa meira
Evróputúrinn: Oosthuizen efstur f. lokahring SA Open
Það er heimamaðurinn, sigurvegari Opna breska 2010, Louis Oosthuizen, sem er efstur á SA Open 2020 fyrir lokahringinn. Oosthuizen er búinn að spila á 15 undir pari, 198 höggum (65 69 64). Þriðji hringur Oosthuizen var skollalaus og hans besti til þessa! Spilað er á Firethorn golfvellinum í Randpark golfklúbbnum í S-Afríku. Sjá má stöðuna á SA Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 3. dags á SA Open með því að SMELLA HÉR:
Golfgrín á laugardegi (2/2020)
Hér er einn á ensku: There’s a course with a parking lot off the first fairway. Separating the fairway and the lot is the access road to the pro shop. One day, a ball comes flying off the first tee, hits the rear window of a car, shattering it. The ball ricochets into the windshield of another car and cracks that, then bounces and hits a golfer in the head as he is unloading his clubs. He has to be taken to the hospital. After surveying the damage, the golf pro asks each golfer as he walks off the ninth green if anyone hit a slice off the first tee. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnhildur Þórarinsdóttir – 11. janúar 2020
Hrafnhildur Þórarinsdóttir er afmæliskylfingur Golf 1 í dag. Hún er fædd 11. janúar 1945 og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Hrafnhildur Þórarinsdóttir – Innilega til hamingju með 75 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Frederick Guthrie Tait, f. 11. janúar 1870 – d. 7. febrúar 1900); Kolbrún Þormóðsdóttir, GK, 11. janúar 1952 (68 ára); Ben Daníel Crenshaw 11. janúar 1952 (68 ára); Steindór Karvelsson, 11. janúar 1958 (62 ára); Vilhjálmur V Matthíasson, 11. janúar 1963 (57 ára); Fiona Puyo, (spænsk – spilar á LET Access), 11. janúar 1987 (33 ára); Unnur Birna Björnsdóttir, 11. janúar 1987 (33 ára); Kristján Þór Einarsson, GM, 11. janúar Lesa meira
Wie ófrísk
Michelle Wie setti inn póst á Instagram síðu sína sem var ekki af golfhöggi eða nýrri rútínu í ræktinni eða mataruppskrift eða af brúðkaupi hennar og Jonnie West sem fór fram í ágúst sl. Í síðustu færslu sinni á Instagram skiptast hún og West ekki á að mata hvort annað á brúðkaupstertunni heldur halda á örlitlu pari af bleikum Nike golfskóm og faðmast síðan þar sem Wie heldur á bleikri NIKE barnasamfellu, sem fylgir tilkynningunni um að Wie og West eigi von á sínu fyrsta barni nk. sumar, stúlkubarni. Wie mun því verða frá keppni fyrri part árs… vegna óléttunnar en einnig þess að hún hefir verið að kljást við Lesa meira
Rúnar T-20 f. lokahringinn í Chile
Rúnar Arnórsson, GK, tekur þátt í suður-ameríkanska áhugamannamótinu, þ.e. Abierto Sudamericano Amateur 2020 Caballeros sem fram fer í Santiago, Chile, dagana 9.-12. janúar 2020. Rúnar var búinn að spila fyrstu tvo hringi mótsins á sléttu pari. Á 3. hringnum gekk verr, þá lék Rúnar á 4 yfir pari, 76 höggum. Samtals er Rúnar búinn að spila hringina 3 á pósttölu Hafnarfjarðar 220 höggum (72 72 76) – örugglega allt með vilja gert! Hann er í T-20 fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í dag. Sjá má stöðuna á Abierto Sudamericano Amateur 2020 Caballeros með því að SMELLA HÉR:
PGA: Steele og Davis efstir á Sony e. 2. dag
Það eru þeir Brendan Steele og Cameron Davis, sem eru efstir og jafnir á Sony Open mótinu, 2. móti ársins á PGA Tour, í hálfleik. Báðir hafa spilað á 6 undir pari, 134 höggum (68 66). Hópur 9 kylfinga deilir 3. sætinu, 1 höggi á eftir forystumönnunum en það eru Ástralinn Cameron Smith, Russell Knox frá Skotlandi Rory Sabbatini frá S-Afríku og bandarísku kylfingarnir Keegan Bradley, Ryan Palmer, Sam Ryder, Bo Hoag, Rob Oppenheim og Collin Morikawa. Sjá má stöðuna á Sony Open að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á Sony Open með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Cameron Davis frá Ástralíu.










