Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2020 | 08:00

Rúnar T-20 f. lokahringinn í Chile

Rúnar Arnórsson, GK, tekur þátt í suður-ameríkanska áhugamannamótinu, þ.e. Abierto Sudamericano Amateur 2020 Caballeros sem fram fer í Santiago, Chile, dagana 9.-12. janúar 2020.

Rúnar var búinn að spila fyrstu tvo hringi mótsins á sléttu pari.

Á 3. hringnum gekk verr, þá lék Rúnar á 4 yfir pari, 76 höggum.

Samtals er Rúnar búinn að spila hringina 3 á pósttölu Hafnarfjarðar 220 höggum (72 72 76) – örugglega allt með vilja gert!

Hann er í T-20 fyrir lokahringinn, sem spilaður verður í dag.

Sjá má stöðuna á Abierto Sudamericano Amateur 2020 Caballeros með því að SMELLA HÉR: