Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2020 | 22:00

Evróputúrinn: Oosthuizen efstur f. lokahring SA Open

Það er heimamaðurinn, sigurvegari Opna breska 2010, Louis Oosthuizen, sem er efstur á SA Open 2020 fyrir lokahringinn.

Oosthuizen er búinn að spila á 15 undir pari, 198 höggum (65 69 64).

Þriðji hringur Oosthuizen var skollalaus og hans besti til þessa!

Spilað er á Firethorn golfvellinum í Randpark golfklúbbnum í S-Afríku.

Sjá má stöðuna á SA Open með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 3. dags á SA Open með því að SMELLA HÉR: