Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2020 | 20:00

Evróputúrinn: Pulkkanen leiðir í hálfleik á SA Open

Það er finnski kylfingurinn Tapio Pulkkanen, sem leiðir eftir 2. dag á fyrsta móti ársins á Evróputúrnum, SA Open. Pulkkanen hefir samtals spilað á 11 undir pari, 131 höggi (65 66). Jafnir í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru þeir: Jaco Ahlers, Jayden Trey Schaper, Thriston Lawrence, og Trevor Fisher Jr.  Það er sigurvegari Opna breska, Louis Oosthuizen, sem á titil að verja í mótinu og er hann meðal efstu manna. Sjá má stöðuna á SA Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2020 | 16:45

Saga lék vel í Chile í dag!

Saga Traustadóttir, GR, tekur þátt í suður-ameríska áhugamannamótinu 2020 eða Abierto Sudamericano Amateur 2020. Mótið fer fram í Golf Club Sport Frances, í Santiago, Chile. Samtals hefir Saga spilað á 19 undir pari 235 höggum (74 83 78). Sem stendur er Saga í 35. sæti af 59 keppendum, en sætistalan getur en breyst þar sem ekki allir keppendur hafa lokið 3. hring. Sögu gekk mun betur í dag heldur en í gær, sem var afar erfiður hringur. Í efsta sæti sem stendur er argentínski kylfingurinn Valentina Rossi. Lokahringurinn verður spilaður á morgun. Sjá má stöðuna eftir 3. dag Abierto Sudamericano Amateur 2020 með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Andrea Ásgrímsdóttir og Ian Poulter – 10. janúar 2020

Það eru Andrea Ásgrímsdóttir, golfkennari og „kraftaverkamaðurinn í Medinah“ Englendingurinn Ian Poulter, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Andrea er fædd 10. janúar 1974 og á því 46 ára afmæli í dag!!! Andrea er m.a. klúbbmeistari kvenna í Golfklúbbnum Oddi fjögur ár í röð 2012, 2013, 2014 og 2015. Eitt fyrsta viðtalið sem birtist hér á Golf 1 var tekið við Andreu og má sjá það með því að SMELLA HÉR: Andrea er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja (GS). Komast má á facebook síðu Andreu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn!!! Andrea Asgrimsdottir (46 ára – Innilega til hamingju Andrea!!!) Ian James Poulter er fæddur 10. janúar 1976 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Einar G. Gunnarsson og Sergio Garcia – 9. janúar 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Einar Guðberg Gunnarsson og Sergio Garcia. Einar Guðberg Gunnarsson er fæddur 9. janúar 1949 og á því 71 árs afmæli í dag. Hann er kvæntur Guðnýju Sigurðardóttur. Komast má á facebook síðu Einars Guðberg til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Einar Guðberg – Innilega til hamingju með 71 árs afmælið!!! Hinn afmæliskylfingurinn er spænski kylfingurinn Sergio Garcia Fernández. Sergio er fæddur í Borriol, á Castellón, á Spáni, 9. janúar 1980 og á því 40 ára STÓRafmæli í dag. Hann var í fréttum fyrir 7 árum síðan 2013, þegar hann lét Tiger fara í taugarnar á sér og lét falla nokkur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hjörleifur Larsen Guðfinnsson – 8. janúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Hjörleifur Larsen Guðfinnsson. Hjörleifur er fæddur 8. janúar 1955 og á því 65 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og stóð sig m.a. vel í Ármótapúttmóti Hraunkots 2014 þar sem hann náði 4.-9. sætinu af 116 keppendum. Eiginkona Hjörleifs er Þorbjörg Jónína Harðardóttir. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Hjorleifur Larsen Guðfinnsson (65 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristrún Runólfsdóttir, 8. janúar 1961 (59 ára); Nikki Garrett, 8. janúar 1984 (36 ára); Pétur Sigurdór Pálsson, 8. janúar 2002 (18 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2020 | 22:00

Dagbjartur T-18 á Orange Bowl

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, tók þátt í Orange Bowl Championship sem venju skv. fór fram á glæsivelli Biltmore hótelsins, í Coral Gables, Flórída, að þessu sinni 4.-6. janúar 2020. Þátttakendur í piltaflokki voru 57 og því sérlega glæsilegt hjá Dagbjarti að verða í 18. sæti, en keppendur Orange Bowl eru allt mjög sterkir, víðsvegar að úr heiminum. Dagbjartur lék á samtals 13 yfir pari, 297 höggum (73 73 77 74)og deildi 18. sætinu með Alexander Settemsdal frá Noregi. Sigurvegari í piltaflokki í ár varð Andrey Borges frá Brasilíu en hann lék á samtals 4 undir pari. Sjá má lokastöðuna í Orange Bowl Championship í piltaflokki 2020 með því að SMELLA HER: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2020 | 20:00

Hulda varð í 13. sæti á Orange Bowl

Hulda Gestsdóttir, GKG tók þátt í Orange Bowl Championship i Flórída, dagana 3.-7. janúar 2020. Að venju var spilað á hinum glæsilega velli Biltmore hótelsins í Coral Gables. Hulda náði þeim glæsilega árangri að landa 13. sætinu af 29 keppendum í stúlknaflokki. Samtals lék Hulda á 22 yfir pari, 306 höggum (79 73 77 77). Sigurvegari í stúlknaflokki varð Mizuki Hashimoto, sem lék á samtals 1 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Orange Bowl Championship með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2020 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2020: Jonathan Caldwell (10/28)

28 kylfingar tryggðu sér fullan spilarétt á Evrópumótaröðinni og mun Golf 1, líkt og á undanförnum vera með kynningu á þeim. Meirihluti þeirra sem komst á Evróputúrinn, með þátttöku sinni í lokaúrtökumótinu eru reynsluboltar, sem margir hafa spilað á Evróputúrnum og í nokkrum tilvikum einnig bestu mótaröð í heimi PGA TOUR og voru þáttakendur í lokaúrtökumótinu því sérlega sterkir í ár. Lokaúrtökumótið fór fram á Lumine golfstaðnum á Spáni, dagana 15.-20. nóvember 2019 að þessu sinni. Í fyrsta sinn í golfsögunni voru 3 íslenskir keppendur á lokaúrtökumótinu: Andri Þór Björnsson, GR; Bjarki Pétursson,GB og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Því miður komst enginn þeirra á Evróputúrinn að þessu sinni. Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 7. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Einar Gunnarsson – 7. janúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Einar Gunnarsson. Einar er fæddur 7. janúar 1976 og á því 44 ára afmæli í dag. Hann var golfkennari hjá Golfklúbbnum Mostra á Stykkishólmi (GMS), en kennir nú út í Vestmannaeyjum. Einar er kvæntur Söru Jóhannsdóttur og eiga þau 4 börn, þ.á.m. afreks-kylfinginn Kristófer Tjörva Einarsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Einar Gunnarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Reyndar er þetta mikil stjörnufæðingardagur í golfinu því margir aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag, m.a.: Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir, GHD, 7. janúar 1942 (77 ára); Grímur Kolbeinsson, 7. janúar 1952 (68 ára); Jaxl Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2020 | 17:00

PGA: JT sigraði á TOC

Það var JT eins og hann er oft kallaður eða Justin Thomas, sem sigraði á fyrsta PGA Tour móti ársins 2020; Sentry Tournament of Champions (TOC). Sigur JT kom eftir bráðabana við Xander Schauffele og Patrick Reed, en þeir voru allir þrír efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur – spiluðu allir á samtals 14 undir pari. Svo fór að JT sigraði á 3. holu bráðabanans. Á mótinu hafa einungis sigurvegarar móta á PGA Tour ársins áður þátttökurétt. Sjá má lokastöðuna á TOC með því að SMELLA HÉR: