Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2020 | 06:00

PGA: Steele og Davis efstir á Sony e. 2. dag

Það eru þeir Brendan Steele og Cameron Davis, sem eru efstir og jafnir á Sony Open mótinu, 2. móti ársins á PGA Tour, í hálfleik.

Báðir hafa spilað á 6 undir pari, 134 höggum (68 66).

Hópur 9 kylfinga deilir 3. sætinu, 1 höggi á eftir forystumönnunum en það eru Ástralinn Cameron Smith, Russell Knox frá Skotlandi Rory Sabbatini frá S-Afríku og bandarísku kylfingarnir Keegan Bradley, Ryan Palmer, Sam Ryder, Bo Hoag, Rob Oppenheim og Collin Morikawa.

Sjá má stöðuna á Sony Open að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta 2. dags á Sony Open með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Cameron Davis frá Ástralíu.