Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2020 | 00:01

PGA: Steele efstur f. lokahring Sony Open

Brendan Steele er einn efstur á Sony Open fyrir lokahringinn á Hawaii, eftir frábæran 3. hring upp á 64 högg en er samtals á 12 undir pari.

Steele sem hefir þrívegis unnið á PGA Tour, byrjaði samt 3. hringinn illa; fékk skolla á 3. og 4. holu; en fugl á 5. holu kom honum aftur í gírinn.  Hann fékk síðan örn á par-5 9. holuna. Á seinni 9 fékk Steele svo 5 fugla og glæsilegur 6 undir pari, 64 högga hringur staðreynd.

Staða efstu manna á Sony Open er eftirfarandi

-12 Steele
-9 Smith
-8 Kisner
-7 Simpson, Morikawa, Palmer

Sjá má stöðuna á Sony Open að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: