Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2020 | 13:00

Styrktarmót fyrir Andra Þór í golfhermi

Atvinnumaðurinn og GR-ingurinn Andri Þór Björnsson, mun þann 1. febrúar n.k. standa fyrir styrktarmóti sér til handa hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum.

Mótið mun fara fram í golfhermi og eru glæsilegir vinningar m.a. kr. 45.000,- inn á golfferð

Andri Þór hefir á undanförnum misserum keppt á Nordic League mótum, oft með góðum árangri

Hann var einnig einn 3 íslenskra kylfinga sem komst á lokastig úrtökumóts fyrir Evróputúrinn og vantaði aðeins herslumuninn að hann næði inn á bestu karlgolfmótaröð í Evrópu.

Andri tekur við skráningum í styrktarmótið í s.: 616-7542 og eins er hægt að skrá sig í í síma Golfklúbbsins í Holtagörðum 820-9111. Einng má komast inn á facebook síðu klúbbsins og skrá þig þar með því að SMELLA HÉR:

Unnt er að styrkja Andra Þór með frjálsum framlögum með því að leggja inn á hann á reikning 0114-05-060056 kt. 101191-2229.