Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2020 | 09:57

Wie ófrísk

Michelle Wie setti inn póst á Instagram síðu sína sem var ekki af golfhöggi eða nýrri rútínu í ræktinni eða mataruppskrift eða af brúðkaupi hennar og Jonnie West sem fór fram í ágúst sl.

Í síðustu færslu sinni á Instagram skiptast hún og West ekki á að mata hvort annað á brúðkaupstertunni heldur halda á örlitlu pari af bleikum Nike golfskóm og faðmast síðan þar sem Wie heldur á bleikri NIKE barnasamfellu, sem fylgir tilkynningunni um að Wie og West eigi von á sínu fyrsta barni nk. sumar, stúlkubarni.

Bleik NIKE samfella og bleikir NIKE golfskór – Michelle Wie  og Jonnie West eiga von á fyrsta barni sínu í sumar

Wie mun því verða frá keppni fyrri part árs… vegna óléttunnar en einnig þess að hún hefir verið að kljást við úlnliðsmeiðsli.

Hinn fimmfaldi sigurvegari á LPGA mótaröðinni (Wie) hefir hafið störf sem golffréttaskýrandi á CBS en gefið út að hún sé ekki hætt í atvinnumennskunni í golfi.

Hér að neðan má sjá mynd af hinum verðandi foreldrum (West/Wie):