Tiger spilar í Abu Dhabi
Nú í vikunni hefst Abu Dhabi HSBC Golf Championship í Abu Dhabi GC. Þar taka þátt allir sterkustu kylfingar heims, nr. 1 Luke Donald verður í mótinu, ásamt nr. 21 Tiger Woods. Það verður spennandi að fylgjast með Tiger, en gott gengi hans í blálok síðasta árs, á Chevron mótinu, lofar góðu fyrir 2012 tímabilið. Tiger hefir verið við þrotlausar æfingar og er einbeittari en nokkru sinni að koma tilbaka. „Ég er ákafur að byrja“ sagði Tiger. „Það verður gaman að prófa spil mitt gegn svona kröftugum kylfingum,“ en þar á Tiger væntanlega við 4 efstu á heimslistanum sem líka taka þátt í mótinu, þá Donald, McIlroy, Westwood og Kaymer. Lesa meira
Rickie Fowler farinn að auglýsa fyrir Cobra
Hvað er appelsínugult og spilar vel golf? Og hvað eiga Rickie Fowler og appelsínur sameiginlegt? Svarið við þeirri fyrri er Rickie Fowler og svarið við þeirri seinni er að þau eru bæði appelsínugul að lit. Nú hefir Rickie Fowler gengið til liðs við Cobra og auglýsir nýja AMP 2012 dræverinn þeirra í appelsínugulu, í auglýsingu fullri af appelsínum með appelsínugulan AMP Cobra dræver. Já, golfið verður eins auðvelt og að smella fingrum með nýja appelsínugula AMP Cobra drævernum! Hér má sjá myndskeiðið með : RICKIE FOWLER OG NÝJA AMP COBRA DRÆVERNUM
Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (3. grein af 12)
Háskólanám Nicklaus var í Ohio State á árunum 1957 til 1961. Hann byrjaði í inngangsfræðum í lyfjafræði á fyrstu 3 árum sínum þar og var góður námsmaður sem fékk háar einkunnir. Hann ætlaði sér að stíga í fótspor föður síns eftir útskrift. Eftir því sem golfafrekum hans fjölgaði, skipti Nicklaus um skoðun varðandi framtíðarstarf sitt og hóf nám í tryggingafræðum, þar sem hann ætlaði sér á því stigi að vera áfram áhugamaður í golfi og sjá fyrir sér með því að selja tryggingar. Á ákveðnu tímabili vann hann í tryggingabransanum meðfram háskólanámi. En eftir að hann kvæntist Barböru Bash, stóru ástinni í lífi hans, í júlí 1960 og fyrsta barn Lesa meira
GK: Þórdís Geirs og Valgerður Bjarna efstar eftir 1. púttmót Keiliskvenna
Í fréttatilkynningu frá kvennanefnd Keilis segir eftirfarandi: „Það mættu 35 konur á fyrsta púttkvöldið, 18. janúar s.l. sem má telja góða mætingu miðað við að landsleikur Íslands og Noregs var á sama tíma. Í þessu fyrsta móti voru Þórdís og Valgerður Bjarna efstar og jafnar á 29 höggum. Annað púttmótið verður á miðvikudaginn 25. jan., sami tími kl. 19:30, sama kreppuverðið – 500kr. Kaffi og gos uppi eftir hringinn. Hlökkum til að sjá ykkur. Kvennanefndin.“ Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi: Þórdís Geirsdóttir 29 Valgerður Bjarnadóttir 29 Guðrún Bjarnadóttir 30 Ásta Jóna Skúladóttir 30 Ingveldur Ingvarsdóttir 30 Elín Harðardóttir 30 Þórunn Úlfarsdóttir 3 Jenný Einarsdóttir 30
Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng – 23. janúar 2012
Afmæliskylfingur dagsins í dag er taíwanski kylfingurinn og 5-faldur sigurvegari risamóta, Yani Tseng (á kíversku: 曾雅妮). Yani fæddist 23. janúar 1989 í Gueishan, Taoyuan í Taíwan og er því 23 ára í dag. Golf 1 hefir nú nýlega verið með ítarlega kynningu á afmæliskylfingnum Yani, sem sjá má með því að smella hér: YANI TSENG Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Soffía Margrét Hafþórsdóttir 40 ára stórafmæli! Valgeir Guðjónsson 60 ára stórafmæli! Golf 1 óskar afmæliskylfingum dagsins innilega til hamingju með stórafmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
NÝTT!: Golf1 flytur fréttir af mótum ALPG – Karen Lunn sigraði á ActewAGL Royal Canberra Ladies
Kvennagolfið hefir ekki skipað stóran sess hjá fréttamiðlum hér á landi; hvorki golffréttamiðlum né öðrum. Það virðist aðeins í gúrkutíð eða þegar kvenkylfingar virkilega vinna stórafrek, líkt og afmæliskylfingur dagsins, Yani Tseng (sem búin að vinna 5 risamót 22 ára) að konunum er sýndur einhver áhugi. Ætlunin hér á Golf 1 er að vera með vandaðan fréttaflutning af áströlsku kvennmótaröðinni ALPG (Australian Ladies Professional Golf) – fyrst allra miðla. Kynntar verða til sögunnar kvenkylfingar ALPG og fylgst með mótaröð þeirra, sem þegar er hafin og lauk 3. mótinu í ár ActewAGL Royal Canberra Ladies, einmitt í gær með sigri ástralska kylfingsins Karen Lunn, sem verður 46 ára í næsta mánuði. Í Lesa meira
GÁS: Sigurjón endurkjörinn formaður Golfklúbbs Ásatúns á aðalfundi
Síðastliðinn laugardag, 21. janúar 2012 var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Ásatúns í golfskála klúbbsins, Snússu, að Flúðum. Sigurjón Harðarson var endurkjörinn formaður. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Sigurjón með því að smella HÉR: Eins var öll stjórn Golfklúbbs Ásatúns endurkjörin og er því óbreytt milli ára. Sömu sögu er að segja um nefndir klúbbsins, þar er mannaskipan óbreytt. Ásatúnsvöllur er ein af þessum perlum, sem kylfingar ættu endilega að spila hafi þeir ekki látið verða af því og færri sem vita að Ásatúnsklúbburinn er að verða einn af stærstu golfklúbbum Suðurlands vegna mikillar fjaraðildar, en félagsmenn 2011 voru 224, sem eru fleiri en í vinsælum klúbbum nálægra 18 holu Lesa meira
PGA: Mark Wilson sigraði á Humana Challenge – Myndskeið: hápunktar 4. hrings – högg dagsins
Það var Mark Wilson, sem stóð uppi sem sigurvegari á Humana Challenge, sem lauk í nótt. Hann spilaði hringina 4 á samtals -24 undir pari, samtals 264 höggum (66 62 67 69). Í gær á lokahringnum spilaði Wilson á -3 undir pari, fékk 4 fugla og 1 skolla. Það mætti til gamans geta þess að þessi snillingur (Mark Wilson) á sama afmælisdag (31. október) og Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss, en það virðist vera svo að snjallir kylfingar hópist til að fæðast undir sömu golfstjörnu. Wilson átti 2 högg á landa sína: Johnson Wagner (þennan með yfirvaraskeggið); John Mallinger og Robert Garrigus, sem allir voru á -22 undir pari Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (2. grein af 12)
Áhugakylfingurinn Jack Nicklaus og ferill hans í háskólagolfinu Jack Nicklaus fæddist í Columbus, Ohio og er ættbogi hans þýskur. Hann er sonur lyfjafræðingsins, Charles Louis (Charlie) Nicklaus og konu hans Helen. Charlie (pabbi Jack) var alhliða íþróttamaður, sem spilaði bandarískan ruðningsbolta með Buckeyes liðinu í The Ohio State University og spilaði hálfgert sem atvinnumaður með Portsmouth Spartans (sem seinna urðu að Detroit Lions í NFL). Charlie (pabbi Jack Nicklaus) var líka „scratch“ kylfingur og tennismeistari á yngri árum. Jack ólst upp í úthverfi Upper Arlington og var í Upper Arlington menntaskólanum, en lukkudýr og liðsmenn skólans eru uppnefndir „The Golden Bears.“ Jack var „honorable mention All-Ohio selection“ í körfubolta í Lesa meira
Evróputúrinn: Branden Grace sigraði á Volvo Golf Champions eftir umspil við Els og Goosen
Nú rétt í þessu lauk Volvo Golf Champions, sem farið hefir fram á Fancourt links golfvellinum í Suður-Afríku. Ernie Els spilaði 4. hringinn á glæsilegu skori -6 undir pari, 67 höggum, var samtals á -12 undir pari, samtals 280 höggum (71 71 71 67) og fékk 1 örn, 6 fugla og 2 skolla. Hann deildi 1. sæti eftir venjulegan leiktíma og 72 spilaðar holur með löndum sínum Retief Goosen (72 68 70 70) og Branden Grace (68 66 75 71) sem vann einmitt nú um síðustu helgi Joburg Open og er aldeilis að slá í gegn. Það þurfti því að koma til umspils milli þeirra þriggja og það fór fram á par-5 18. Lesa meira









