
Evróputúrinn: Branden Grace sigraði á Volvo Golf Champions eftir umspil við Els og Goosen
Nú rétt í þessu lauk Volvo Golf Champions, sem farið hefir fram á Fancourt links golfvellinum í Suður-Afríku. Ernie Els spilaði 4. hringinn á glæsilegu skori -6 undir pari, 67 höggum, var samtals á -12 undir pari, samtals 280 höggum (71 71 71 67) og fékk 1 örn, 6 fugla og 2 skolla. Hann deildi 1. sæti eftir venjulegan leiktíma og 72 spilaðar holur með löndum sínum Retief Goosen (72 68 70 70) og Branden Grace (68 66 75 71) sem vann einmitt nú um síðustu helgi Joburg Open og er aldeilis að slá í gegn.
Það þurfti því að koma til umspils milli þeirra þriggja og það fór fram á par-5 18. brautinni og því með sanni hægt að segja að úrslitin hafi ráðist á lokaholunni 73. holu á þessum par-73 velli. Það var „Amazing Grace“ eða hinn undraverði Branden Grace sem sigraði gömlu frægðarkempurnar tvær með fugli. Grace á eftir að fljúga upp heimslistann á morgun með sigrum sínum tveimur.
Í 4. sæti varð Belginn Nicholas Colsaerts, sem missti fremur stutt pútt á 18. flöt og fékk skolla á þessa par-5 holu og varð þar með af því að deila 1. sætinu, með þremenningunum suður-afrísku. Þess mætti geta að hann fékk örn á þessa holu í gær, en svona er golfið, það er oft stutt milli hláturs og gráturs. Alls spilaði Nicholas á 281 höggi (64 76 69 72) og er því búinn að vera fremur óstöðugur.
Í 5. sæti var enn einn Suður-Afríkumaðurinn, sigurvegari Masters 2011 Charl Schwartzel á samtals – 10 undir pari, 282 höggum (75 67 68 72) og í því 6. var spænski Ryder Cup fyrirliðinn, Jose Maria Olazabal á samtals -8 undir pari.
Til þess að sjá önnur úrslit á Volvo Golf Champions smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024