Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (2. grein af 12)
Áhugakylfingurinn Jack Nicklaus og ferill hans í háskólagolfinu
Jack Nicklaus fæddist í Columbus, Ohio og er ættbogi hans þýskur. Hann er sonur lyfjafræðingsins, Charles Louis (Charlie) Nicklaus og konu hans Helen. Charlie (pabbi Jack) var alhliða íþróttamaður, sem spilaði bandarískan ruðningsbolta með Buckeyes liðinu í The Ohio State University og spilaði hálfgert sem atvinnumaður með Portsmouth Spartans (sem seinna urðu að Detroit Lions í NFL). Charlie (pabbi Jack Nicklaus) var líka „scratch“ kylfingur og tennismeistari á yngri árum.
Jack ólst upp í úthverfi Upper Arlington og var í Upper Arlington menntaskólanum, en lukkudýr og liðsmenn skólans eru uppnefndir „The Golden Bears.“ Jack var „honorable mention All-Ohio selection“ í körfubolta í menntaskóla á lokaári sínu og hlaut nokkur tilboð um að spila með bandarískum háskólaliðum í körfubolta, þ.á.m. frá Ohio State. Jack keppti líka á yngri árum í ruðningsbolta, hafnarbolta, tennis og í frjálsum.
Jack byrjaði að spila golf 10 ára gamall og var á 51 höggi í Scioto Country Club á fyrstu 9 holunum sem hann spilaði. Charlie Nicklaus (pabbi Jack) hafði gengið í Scioto klúbbinn þetta sama ár, þar sem hann gat ekki keppt í blaki, sem hann stundaði þá. Jack hlaut golfkennslu hjá golfkennara Scioto, Jack Grout, frá Texas sem var samtímamaður golfgoðsagnanna Byron Nelson og Ben Hogan. Grout hafði gengið vel á PGA Tour og varð að ævilöngum þjálfara Nicklaus. Þegar Jack var 13 ára fékk hann snert af lömunarveiki, sem hann náði sér sem betur fer af.
Jack Nicklaus vann fyrsta af 5 unglingaríkismótum Ohio þegar hann var 12 ára gamall. Þegar hann var 13 ára náði hann að „breaka“ 70 í Scioto Country Club í fyrsta sinn og varð á því ári sá yngsti til að öðlast keppnisrétt á US Junior Amateur, þar sem honum tókst að halda í við sér mun eldri stráka í 3 umferðum í holukeppni. Jack var kominn með 3 í forgjöf 13 ára, sem var lægsta forgjöf á Columbus svæðinu í Ohio. Nicklaus sigraði í móti menntskælinga frá 3 ríkjum Bandaríkjanna þ.e. The Tri-State High School Championship (Ohio/ Kentucky/ Indiana) 14 ára og átti þar hring upp á 68 högg og eins náði hann í fyrsta sinn að fara holu í höggi í móti á sama ári. Þegar Jack var 15 ára átti hann hring í Scioto Country Club, upp á 66, sem var vallarmet áhugamanna og hann komst í gegnum úrtökumót á fyrsta US Open Amateur móti sínu. Hann sigraði á Ohio Open, árið 1956, þá aðeins 16 ára, en hápunktur þess móts var hringur hans upp á 64, í þessu móti hans gegn atvinnumönnum. Alls vann Jack Nicklaus 27 mót í Ohio á aldurbilinu 10-17 ára.
Árið 1957 vann Jack the U.S. National Jaycees Championship, en hann tapaði árið áður í umspili. Nicklaus keppti líka í fyrsta af 44 US Open risamótum, sem hann tók þátt í, í röð, en komst ekki í gegnum niðurskurð.
Árið 1958, þá 18 ára, keppti Nicklaus í fyrsta PGA Tour móti sínu, the Rubber City Open, í Akron, Ohio og deildi 12. sæti eftir að hafa aðeins verið 1 höggi á eftir forystunni þegar mótið var hálfnað. Það ár komst hann hins vegar í gegnum niðurskurð á Opna bandaríska risamótinu, lenti í 41. sæti. Jack Nicklaus vann líka Trans-Mississippi Amateurs – árið 1958 í Prairie Dunes Country Club og endurtók leikinn ári síðar, 1959 í Woodhill Country Club, með sigra upp á 9 & 8 og 3 & 2, í holukeppninni.
Árið 1959 vann Jack líka North and South Amateur, í Pinehurst, Norður-Karólínu og keppti í 3 mótum á PGA Tour, en besti árangur hans í þeim mótum var 12. sætið í Buick Open.
Meðan Jack var í Ohio State University sigraði hann US Amateur tvisvar (1959, 1961) og NCAA Championship (1961). Árið 1959 vann Nicklaus tvöfaldan meistara sem var að verja titil sinn, Charles Coe, í 36 holu, holukeppni með minnsta mun, með fugl á lokaholunni. Þetta var mikilvægt ekki aðeins vegna þess að Coe var viðurkenndur og virtur kylfingur heldur einnig vegna þess að við það varð Jack yngsti meistari hins nýja tíma, en aðeins Robert A. Gardner var yngri en hann þegar hann vann mótið, 1909.
Árið 1961 varð Jack fyrsti kylfingurinn til þess að vinna einstaklingskeppnina í NCAA Championship og U.S. Amateur sama árið. Nokkrir endurtóku þann leik, þ.e.: Phil Mickelson (1990), Tiger Woods (1996) og Ryan Moore (2004). Nicklaus vann líka NCAA Big Ten Conference Championship það ár með samtalsskori upp á 283 eftir 72 holur og fyrr um árið vann hann Western Amateur í New Orleans. Í öðrum og síðasta sigri sínum á U.S. Amateur vann Jack, Dudley Wysong sannfærandi 8 & 6 á Pebble Beach í 36 holu meistaramótinu. Í þeirri viku var Jack á -20 undir pari, en á hringjum sínum 4 fékk hann 34 fugla og 2 erni.
Á Opna bandaríska risamótinu 1960 var Jack á samtals -2 undir pari, samtals 282 höggum og varð í 2. sæti á eftir Arnold Palmer, sem vann mótið með lokahring upp á -6 undir pari, 65 högg. Þetta skor er enn þann dag í dag lægsta skor áhugakylfings í risamóti. Jack Nicklaus spilaði síðustu 36 holurnar með Ben Hogan, sem sagði síðar að hann hefði spilað 36 holur með krakka sem hefði átt að sigra með 10 högga mun. Á loka 36 holunum var Jack -2 undir pari og var með engan hring yfir pari allt mótið og var eini keppandinn, sem afrekaði það. Jack Nicklaus leiddi með 2 höggum þegar 6 holur voru eftir. Jack var líka í 13. sæti á Masters og varð T-4 í Opna bandaríska, 3 höggum á eftir meistaranum Gene Littler og spilaði síðustu 54 holurnar á -1 undir pari. Í öllum þessum 3 risamótum var Jack sá áhugamaður sem var með lægsta skorið. Á Masters 1961 varð Nicklaus T-7, með samtals skor upp á -1 undir pari, samtals 287 högg og var 2. þetta árið meðal áhugamanna, á eftir Charles Coe.
Jack Nicklaus var í sigurliði Bandaríkjanna á móti liði Bretlands & Írlands í Walker Cup bæði 1959 og 1961 og vann báða leiki sína í keppninni. Hann var líka í sigurliði Bandaríkjanna árið 1960 í Eisenhower Trophy og vann hinn óopinbera einstaklingstitil með 13 höggum á liðsmann sinn Deane Beman með samtals skor eftir 4 hringi upp á 269, sem er met sem enn stendur. Þetta heildarskor var 18 höggum lægra en samtals skor Ben Hogan í Opna bandaríska, 287 (sem hins vegar var fengið við mun erfiðari aðstæður).
Jack Nicklaus var tilnefndur topp áhugakylfingur Golf Digest 3 ár í röð, 1959–1961.
Til þess að sjá myndaseríu Golf Digest með hápunktum á ferli Jack Nicklaus smellið hér: JACK NICKLAUS MYNDIR
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024