Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG. Hann fæddist 22. janúar 1985 og er því 27 ára í dag. Alfreð Brynjar kemur úr mikilli golffjölskyldu; sonur hjónanna Kristins J. Gíslasonar, verkfræðings og Elísabetar M. Erlendsdóttur, ljósmóður. Alfreð á 4 systkini, Elínborgu, Lóu Kristínu, Kristinn Jósep og Ólafíu Þórunni, en síðastnefnda systir Alfreðs Brynjars er 3-faldur Íslandsmeistari í golfi 2011 og stundar nú nám og er í golfliði Wake Forest háskólans í Bandaríkjunum, sem þykir einn allrabesti golfháskólinn. Alfreð Brynjar bjó í Danmörku í 10 ár. Hann byrjaði 12 ára gamall í golfi, vegna þess að hann vildi spila við föður sinn, Kristinn, sem alltaf var í golfi og eins var eldri Lesa meira
Lydia Ko sigraði á Australian Women´s Amateur Championship
Lydia Ko, 14 ára, tryggði stöðu sína sem fremsti áhugakvenkylfingur heims með sigri á Breanna Elliott í Melbourne, Ástralíu í dag, 22. janúar 2012 (munið Ástralir eru 11 tímum á undan okkur og meðan klukkan hjá okkur á Íslandi er 11:00 þegar þetta er birt þá er klukkan 22:00 að kvöldi hjá þeim í Melbourne). Hin 14 ára Lydia frá North Harbour byrjaði af krafti á 36-holu lokadeginum í Woodlands Golf Club og hafði að lokum betur gegn Elliott 4 & 3 og varð þar með yngst til að sigra þetta mót (Australian Women´s Championship), sem fyrst var haldið árið 1894. Ko vann höggleiksþátt mótsins 2011 áður en hún datt úr Lesa meira
PGA: Myndskeið af hápunktum og höggi 3. dags á Humana Challenge
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af samanteknum hápunktum 3. dags á Humana Challenge á La Quinta golfsvæðinu, í Kaliforníu. Meðal þess fyrsta sem sýnt er frá er Pro-Am hlutinn þar sem Bill Clinton, 42. forseti Bandaríkjanna slær fallegt golfhögg/ vipp á 9. braut og setur síðan púttið niður. Á næstu braut (10. braut) urðu hann og golffélagi hans og vinur, golfgoðsögnin ástralska, Greg Norman, að hætta spili vegna hvassviðris. Högg dagsins átti Bandaríkjamaðurinn Steve Marino, sem líka var fallegt vipp. Hann er á -3 undir pari eftir 3. dag og samtals -14 undir pari. Það er Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson, sem er í forystu á mótinu á samtals -21 undir Lesa meira
Í púttkennslu hjá Butch Harmon og Natalie Gulbis
Nú í þessum mánuði, þegar kalt er veðri og flestir kylfingar geta ekki stundað uppáhaldsiðjuna nema innandyra bjóða golfklúbbar um allt land upp á púttkennslu og púttkeppnir innandyra. Hjá GK í Hafnarfirði fer t.a.m. Sunnudagspúttmótaröðin vinsæla fram í dag og konurnar í Keili komu saman á fyrsta púttmótinu af hinni gífurlega vinsælu kvennapúttmótaröð Keilis s.l. miðvikudag. Hjá GO var fyrsta almenna púttmótið í gær og í vikunni voru haldin karla- og kvennapúttmót hjá m.a. GA, GO og GR. Eins eru GHG, GKG, GKJ og GS með púttmótaraðir, svo einhverjir klúbbar séu nefndir. Því er fjöldi íslenskra kylfinga að æfa púttstrokuna þessa dagana. Hér að neðan má sjá myndskeið þar sem Lesa meira
PGA: Leik á 3. hring Humana Challenge frestað vegna hvassviðris – Wilson leiðir
Í kvöld átti 3. keppnishringur á Humana Challenge mótinu að fara fram á PGA West, La Quinta í Kaliforníu. Fresta varð 3. hring miðja vegu vegna hvassviðris, sem olli skemmdum á öllum 3 golfvöllum La Quinta golfstaðarins. Tré féllu við, boltar fuku af flötum og meira að segja ein skortaflan lenti í vatni. Mótið mun halda áfram kl. 7:30 að staðartíma (kl. 15: 30 að íslenskum tíma) og eins og staðan er núna hefir Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson 3 högga forystu á landsa sinn Ben Crane. Enginn meiddist í Pro-Am mótinu – en áhugamennirnir, sem þátt taka í mótinu, þ.á.m. fyrrum forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, fá ekki að ljúka leik á Lesa meira
Myndasería: Kynþokkafyllsti kvenkylfingurinn – Sophie Horn
Sophie Horn lenti nýlega í 3. sæti í vali bleacherreport.com á kynþokkafyllstu íþróttakonunni. Sophie ólst upp á golfvelli og hefir spilað golf frá því hún man eftir sér. Hún er með 4 í forgjöf, hefir próf sem einkaþjálfari og golfkennari. Árið 2005 varð hún einskonar ráðgjafi hjá tímaritinu Golf Punk Magazine þ.e. veitti ráð varðandi allt frá golfsveiflunni til golftískunnar. Síðan hefir hún verið golfþáttastjórnandi í sjónvarpi m.a. í „Show Me The Golf“ á Sentana og „The Golf Show“ á Sky Sports Online. Nú nýlega er hún m.a. búin að gera ábatasaman auglýsingasamning við Wilson. Meðal keppninauta Sophie í vali bleacherreport.com voru Caroline Wozniacki, kæresta Rory McIlroy, sem var í Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Jack Nicklaus? (1. grein af 12)
Jack William Nicklaus er bandarískur atvinnukylfingur, sem fæddist 21. janúar 1940 og er uppnefndur „Gullni Björninn.“ Hann sigraði á 18 risamótum á 25 ára tímabili og er almennt viðurkenndur sem einn af bestu kylfingum allra tíma. Til viðbótar 18 risamótstitlum sínum þá á hann metið á annan veg hvað risamót snertir: hann varð 19. sinnum í 2. sæti og 9 sinnum í 3. sæti. Nicklaus tók aldrei þátt í mörgum mótum, því hann vildi einbeita sér að risamótunum en er engu að síður sá kylfingur, sem unnið hefir næstflest mót á PGA mótaröðinni í sögu þess alls 73 mót. Eftir að sigra tvö US Amateur mót 1959 og 1961 og reyna Lesa meira
EPD: Stefán Már og Þórður Rafn hafa lokið leik á Gloria New Course Classic í Tyrklandi
Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR hafa lokið leik á fyrsta móti ársins á EDP-mótaröðinni þýsku, Gloria New Course Classic, en mótið var haldið á samnefndum golfvelli í Belek í Tyrklandi. Stefán Már varð í 23. sæti ásamt 4 öðrum – spilaði fyrri hringinn á 70 höggum og þann síðari á 75 höggum og var því samtals á +3 yfir pari, samtals 145 höggum. Fyrir þennan árangur í mótinu hlýtur Stefán Már kr. 60.000,- sem telja verður ágætis byrjun og vonandi vísir að því sem koma skal. Þórður Rafn Gissurarson, GR, spilaði hringi sína á samtals +14 yfir pari, 156 höggum þann fyrri á 80 og þann Lesa meira
Evróputúrinn: Nicholas Colsaerts og Branden Grace í forystu fyrir lokadag Volvo Golf Champions á Fancourt
Nicolas Colsaerts og Brendan Grace – sem hvor um sig leiddi fyrstu 2 dagana með 4 höggum deila nú efsta sætinu á Volvo Golf Champions, fyrir lokahringinn sem spilaður verður á Fancourt linksaranum í Suður-Afríku á morgun. Samtals eru þeir félagar búnir að spila á -10 undir pari, samtals 209 höggum; Colsaerts (64 76 69) og Grace (68 66 75). Aðeins 1 höggi á eftir á samtas -9 undir pari/samtals 210 höggum, í 2. sæti eru suður-afrísku kanónurnar Retief Goosen og Charl Schwartzel. Rétt á eftir þeim (í 5. sæti ) er Ryder Cup fyrirliðinn spænski, José María Olazábal, sem e.t.v. á sjéns á fyrsta sigri sínum í 7 ár en hann Lesa meira
Myndskeið: Hver er kylfingurinn: Sandra Gal?
Nú í vikunni greindi Golf1 frá því að Golf Digest hefði staðið fyrir kosningu á „heitasta kylfingnum.“ Þá kosningu vann þýska W-7 módelið Sandra Gal. Sjá hér: SANDRA GAL – VALIN HEITASTI KYLFINGUR GOLF DIGEST Yfirleitt þegar Golf 1 stendur fyrir kynningum á kylfingum, þá eru þær í lengra lagi og í rituðu máli. Hér verður aðeins brugðið út af vananum því hér er ætlunin að sýna Hver er kylfingurinn myndskeið frá LPGA… um Söndru GAL. Smellið hér: MYNDSKEIÐ LPGA: HVER ER KYLFINGURINN SANDRA GAL? Í myndskeiðinu kemur m.a. fram að Sandra Gal sé frá Köln í Þýskalandi og hafi fluttst til Bandaríkjanna 19 ára til þess að stunda nám Lesa meira









