
PGA: Mark Wilson sigraði á Humana Challenge – Myndskeið: hápunktar 4. hrings – högg dagsins
Það var Mark Wilson, sem stóð uppi sem sigurvegari á Humana Challenge, sem lauk í nótt. Hann spilaði hringina 4 á samtals -24 undir pari, samtals 264 höggum (66 62 67 69). Í gær á lokahringnum spilaði Wilson á -3 undir pari, fékk 4 fugla og 1 skolla.
Það mætti til gamans geta þess að þessi snillingur (Mark Wilson) á sama afmælisdag (31. október) og Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss, en það virðist vera svo að snjallir kylfingar hópist til að fæðast undir sömu golfstjörnu.
Wilson átti 2 högg á landa sína: Johnson Wagner (þennan með yfirvaraskeggið); John Mallinger og Robert Garrigus, sem allir voru á -22 undir pari samtals þ.e. 266 höggum Wagner (68 67 66 65); Mallinger (67 65 68 66) og Garrigus (73 64 61 68).
Einn í 5. sæti varð síðan Jeff Maggert á samtals -21 undir pari, samtals 267 höggum (69 65 69 64) og það er ekki fyrr en í 6. sæti sem við sjáum kylfing sem ekki er frá Bandaríkjunum, þar sem er John Senden, frá Ástralíu, en hann deildi 6. sætinu með David Toms og voru þeir kumpánar á samtals á-20 undir pari hvor.
Það voru sérlega lág skor, sem einkenndu mótið, sem fram fór á PGA West golfvellinum á La Quinta golfstaðnum í Kaliforníu, en annars er mótið einkum minnisstætt vegna Pro-Am áhugamannsins fræga, sem þátt tók, styrktaraðilann sjálfan fv. Bandaríkjaforseta, Bill Clinton, sem sýndi góða takta á 9. holu áður en fresta varð leik vegna veðurs en hann fékk síðan ekki að klára. Það var einmitt mikið hvassviðri á 3. hring sem einnig stendur upp úr á mótinu – en það feykti m.a. niður stigatöflu og sópaði út í vatn. Ekkert fór þó úr skorðum; kylfingar náðu að klára 3. hring í gær og spiluðu strax þar á eftir 4. hring.
Til þess að sjá úrslit á Humana Challenge mótinu smellið HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Humana Challenge smellið HÉR:
Til þess að sjá högg 4. dagsins á Humana Challenge, frábæran ás Danny Lee frá Nýja-Sjálandi á par-3 17. brautinni á PGA West smellið HÉR:
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021
- janúar. 15. 2021 | 09:00 PGA: 3 efstir & jafnir e. 1. dag Sony Open
- janúar. 15. 2021 | 08:00 Angel Cabrera handtekinn af Interpol í Brasilíu
- janúar. 14. 2021 | 20:49 Svar Kevin Kisners við því hvort hann geti sigrað hvar sem er
- janúar. 14. 2021 | 20:00 PGA: Pebble Beach mótið spilað án áhugamannanna vegna Covid
- janúar. 14. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Henriksen og Gunnar Smári Þorsteinsson – 14. janúar 2021
- janúar. 14. 2021 | 10:00 GSÍ: Reglur varðandi framkvæmd æfingar og keppni á Covid tímum
- janúar. 14. 2021 | 08:00 GR: Þórður Rafn nýr íþróttastjóri GR! Haukur Már kemur inn í þjálfarateymið!
- janúar. 14. 2021 | 07:00 LPGA: Yealimi Noh, meðal þeirra sem eru nýliðar aftur 2021!
- janúar. 13. 2021 | 18:00 PGA: Áhorfendum fækkað á Phoenix Open og grímuskylda!
- janúar. 13. 2021 | 16:30 Áskorendamótaröð Evrópu: Mótum í S-Afríku frestað
- janúar. 13. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðjón Frímann Þórunnarson – 13. janúar 2020