Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2012 | 07:00

PGA: Mark Wilson sigraði á Humana Challenge – Myndskeið: hápunktar 4. hrings – högg dagsins

Það var Mark Wilson, sem stóð uppi sem sigurvegari á Humana Challenge, sem lauk í nótt.  Hann spilaði hringina 4 á  samtals -24 undir pari, samtals 264 höggum (66 62 67 69).  Í gær á lokahringnum spilaði Wilson á -3 undir pari, fékk 4 fugla og 1 skolla.

Það mætti til gamans geta þess að þessi snillingur (Mark Wilson) á sama afmælisdag (31. október) og Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss, en það virðist vera svo að snjallir kylfingar hópist til að fæðast undir sömu golfstjörnu.

Wilson átti 2 högg á landa sína: Johnson Wagner (þennan með yfirvaraskeggið); John Mallinger og Robert Garrigus, sem allir voru á -22 undir pari samtals þ.e. 266 höggum Wagner (68 67 66 65); Mallinger (67 65 68 66) og Garrigus (73 64 61 68).

Einn í 5. sæti varð síðan Jeff Maggert á samtals -21 undir pari, samtals 267 höggum (69 65 69 64) og það er ekki fyrr en í 6. sæti sem við sjáum kylfing sem ekki er frá Bandaríkjunum, þar sem er John Senden, frá Ástralíu, en hann deildi 6. sætinu með David Toms og voru þeir kumpánar á samtals á-20 undir pari hvor.

Það voru sérlega lág skor, sem einkenndu mótið, sem fram fór á PGA West golfvellinum á La Quinta golfstaðnum í Kaliforníu, en annars er mótið einkum minnisstætt vegna Pro-Am áhugamannsins fræga, sem þátt tók, styrktaraðilann sjálfan fv. Bandaríkjaforseta, Bill Clinton, sem sýndi góða takta á 9. holu áður en fresta varð leik vegna veðurs en hann fékk síðan ekki að klára. Það var einmitt mikið  hvassviðri á 3. hring sem einnig stendur upp úr á mótinu – en það feykti m.a. niður stigatöflu og sópaði út í vatn. Ekkert fór þó úr skorðum; kylfingar náðu að klára 3. hring í gær og spiluðu strax þar á eftir 4. hring.

Til þess að sjá úrslit á Humana Challenge mótinu smellið HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Humana Challenge smellið HÉR: 

Til þess að sjá högg 4. dagsins á Humana Challenge, frábæran ás Danny Lee frá Nýja-Sjálandi á par-3 17. brautinni á PGA West smellið HÉR: