Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2012 | 20:55

Rickie Fowler farinn að auglýsa fyrir Cobra

Hvað er appelsínugult og spilar vel golf? Og hvað eiga Rickie Fowler og appelsínur sameiginlegt?  Svarið við þeirri fyrri er Rickie Fowler og svarið við þeirri seinni er að þau eru bæði appelsínugul að lit. Nú hefir Rickie Fowler gengið til liðs við Cobra og auglýsir nýja AMP 2012 dræverinn þeirra í appelsínugulu, í auglýsingu fullri af appelsínum með appelsínugulan AMP Cobra dræver.  Já, golfið verður eins auðvelt og að smella fingrum með nýja appelsínugula AMP Cobra drævernum!

Hér má sjá myndskeiðið með : RICKIE FOWLER OG NÝJA AMP COBRA DRÆVERNUM