
NÝTT!: Golf1 flytur fréttir af mótum ALPG – Karen Lunn sigraði á ActewAGL Royal Canberra Ladies
Kvennagolfið hefir ekki skipað stóran sess hjá fréttamiðlum hér á landi; hvorki golffréttamiðlum né öðrum. Það virðist aðeins í gúrkutíð eða þegar kvenkylfingar virkilega vinna stórafrek, líkt og afmæliskylfingur dagsins, Yani Tseng (sem búin að vinna 5 risamót 22 ára) að konunum er sýndur einhver áhugi.
Ætlunin hér á Golf 1 er að vera með vandaðan fréttaflutning af áströlsku kvennmótaröðinni ALPG (Australian Ladies Professional Golf) – fyrst allra miðla. Kynntar verða til sögunnar kvenkylfingar ALPG og fylgst með mótaröð þeirra, sem þegar er hafin og lauk 3. mótinu í ár ActewAGL Royal Canberra Ladies, einmitt í gær með sigri ástralska kylfingsins Karen Lunn, sem verður 46 ára í næsta mánuði.
Í mótinu tók m.a. þátt ein af stórstjörnum kvennagolfsins, enski kylfingurinn Laura Davies, sem því miður lenti neðarlega í þessu sterka móti eða 30. sætinu af 61 þátttakanda. Af öðrum fremur þekktum kvenkylfingum sem þátt tóku er bandarísk-tékkneska stúlkan Jessica Korda,(dóttir tennisstjörnunnar frægu Petr Korda), sem var meðal 10 efstu þ.e. í 9. sætinu.
Til þess að sjá úrslit í ActewAGL Royal Canberra Ladies, smellið HÉR:
PS: Karlmenn, sem eru meirihluti lesenda Golf 1 þurfa ekki að örvænta, Golf 1 verður enginn kvennagolfvefur – áfram verður ítarlega fylgst með PGA, Evróputúrnum og Sólskins- og Asíutúrnum – og strákunum sem þar spila. Hér er aðeins um að ræða viðbót, sem ætti að vera öllum kylfingum fagnaðarefni.
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023