Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2012 | 14:00

GK: Þórdís Geirs og Valgerður Bjarna efstar eftir 1. púttmót Keiliskvenna

Í fréttatilkynningu frá kvennanefnd Keilis segir eftirfarandi:

„Það mættu 35 konur á fyrsta púttkvöldið, 18. janúar s.l. sem má telja góða mætingu miðað við að landsleikur Íslands og Noregs var á sama tíma. Í þessu fyrsta móti voru Þórdís og Valgerður Bjarna efstar og jafnar á 29 höggum.

Annað púttmótið verður á miðvikudaginn 25. jan., sami tími kl. 19:30, sama kreppuverðið – 500kr. Kaffi og gos uppi eftir hringinn.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kvennanefndin.“

Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi:

Þórdís Geirsdóttir

29

Valgerður Bjarnadóttir

29

Guðrún Bjarnadóttir

30

Ásta Jóna Skúladóttir

30

Ingveldur Ingvarsdóttir

30

Elín Harðardóttir

30

Þórunn Úlfarsdóttir

3

Jenný Einarsdóttir

30